Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðlakona með meiru, er mikill áhugamaður um stangveiði og verndun villtu laxastofnanna. Hún spyr hvar umhverfisráðherra landsins sé þegar fyrirséð er að heimila eigi framleiðslu á gífurlegu magni af sjóeldislax, en ljóst sé að mikil mengun stafi frá framleiðslunni og mögulegt sé að úr eldinu sleppi fleiri sjóeldislaxar en sem nemur öllum villtu laxastofnunnum á Íslandi.
Inga Lind skrifar um þetta á Facebook og veitti DV góðfúslega leyfi til að deila færslunni.
Inga veltir fyrir sér hvers vegna fyrirtækinu Icelandic Salmon AS, áður Arnarlax AS, sé heimilt að auka hlutafé sitt án afskipta og þar að auki án þess að greiða mikið fyrir það og geti þar með ótrauðir haldið áfram að menga við strendur Íslands.
Félag í meirihlutaeigu Norðmanna, skráð á norskan hlutabréfamarkað ætlar að auka hlutaféð svo það geti haldið áfram að menga hér á Íslandi á við 1,7 milljónir manna og borga lítið sem ekkert fyrir leyfið til þess.
Af hverju finnst sumu fólki þetta bara í lagi? Hvar er umhverfisráðherrann okkar?
Allur íslenski villti stofninn er um 80.000 fiskar. Og hann á undir högg að sækja.
Hvers vegna eru menn í aÍlvöru tilbúnir að fórna meiri hagsmunum fyrir minni?