fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Engar breytingar í Grímsvötnum – Búist við jökulhlaupi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. október 2020 08:00

Eldgos, Grímsvötn, myndir teknar kvöldið sem gosið hófst í maí 2011. Mynd: Epa-Egill Aðalsteinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 30. september hækkaði Veðurstofan viðbúnaðarstig fyrir flug yfir Grímsvötnum úr grænu í gult. Hægt hefur á hækkun vatnsyfirborðs í Grímsvötnum frá því í sumar þegar meiri leysingar voru. Skjálftavirkni hefur ekki breyst.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Einari Gestssyni, náttúruvásérfræðingi hjá Veðurstofunni, að tilgangurinn með hækkuðu viðbúnaðarstigi sé að upplýsa fluggeirann um að virkni sé meiri en venjulega í eldstöðinni og að breytingar geti verið í aðsigi. Það er þó ekki bannað að fljúga yfir Grímsvötn.

Þegar litakóðinn var hækkaður í lok september voru mælingar að nálgast þau gildi sem sáust fyrir gosið 2011 í Grímsvötnum. Af þeim sökum er búist við jökulhlaupi. Eldgos fylgja stundum í kjölfar hlaupa en þau geta líka hafist án þess að jökulhlaup komi fyrst.

Í gosinu 2011 fór öskustrókurinn fljótt í rúmlega 20 km hæð og stöðvaðist flugumferð um Keflavíkurflugvöll og aðra flugvelli hér á landi í einn til tvo daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skotárásin á Trump – Skotmaðurinn tvítugur flokksmaður

Skotárásin á Trump – Skotmaðurinn tvítugur flokksmaður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum