fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Sniglarnir saka Vegagerðina um að skjóta sér undan ábyrgð á banaslysi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. október 2020 12:05

Frá vettvangi slyssins á Kjalarnesi í sumar. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn bifhjólasamtakanna Snigla hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Kveiks í gærkvöld um ástand vega og sleipt malbik að sumri til sem hefur valdið alvarlegum slysum og er þar skemmst að minnast banaslyss á Kjalarnesi í júní.

Sniglarnir telja að Vegagerðin hafi vikið sér undan ábyrgð á banaslysinu í viðtali við þáttinn. Forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, fari með rangt mál er hún segir að Vegagerðin hafi brugðist við kvörtunum um sleipt og hættulegt malbik. Staðhæfa Sniglar að Vegagerðum hafi ekki brugðist við þessum kvörtunum. Stjórn Sniglanna lýsir yfir vantrausti á Vegagerðinni og forstjóra hennar. Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Stjórn Snigla vill koma eftirfarandi á framfæri í kjölfar fréttaskýringaþáttsins Kveiks fimmtudagskvöldið 8. október þar sem grafalvarleg vinnubrögð Vegagerðarinnar voru opinberuð.
Forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir fer tvisvar með rangt mál þegar hún svarar Láru Ómarsdóttur í þeim tilgangi, að því er virðist vísvitandi, að skjóta sér undan ábyrgð Vegagerðarinnar á banaslysi á Kjalarnesi í júní 2020.
Ljóst er að kvartað hafði verið undan mjög sleipu malbiki þarna á laugardeginum fyrir slysið. Það er því rangt að vegagerðin hafi brugðist við kvörtunum um hættulegt malbik en slysið varð á sunnudeginum. Slysið hefur verið rannsakað og ekki er hægt að skjóta sér undan því að Vegagerðin aðhafðist ekkert vegna ábendinga. Vegagerðin sinnti heldur ekki eftirlitsskildu sinni því eftirlitsaðili setti ekki upp hálkuviðvörunarmerki fyrir slysið eins og Bergþóra gefur í skyn. Þetta er rangt, hálkuviðvörunarmerkin voru sett upp eftir banaslysið og til er myndefni sem sannar það. Fleiri slys hafa orðið á hringtorgum í borginni sem ítrekað hefur verið kvartað undan. Í dag hafa hálkuskilti verið sett upp við flest ef ekki öll þessi hringtorg í tilraun til að losa Vegagerðina undan ábyrgð í stað þess að malbika upp á nýtt með réttum hætti.
Stjórn Snigla lýsir fullkomnu vantrausti til Vegagerðarinnar og forstjóra Vegagerðarinnar enda ljóst að fyrirheit um betri vinnubrögð eru ekki annað en orðagjálfur. Fyrir hönd okkar félaga getum við ekki fallist á að lífi okkar sé stofnað í hættu vegna vanhæfni.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Samband íslenskra sveitafélaga semur við Syndis

Samband íslenskra sveitafélaga semur við Syndis
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Pipar\TBWA valin auglýsingastofa ársins annað árið í röð

Pipar\TBWA valin auglýsingastofa ársins annað árið í röð
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna
Fréttir
Í gær

Leikarar í Borgarleikhúsinu fara í verkfall – Þetta eru dagarnir

Leikarar í Borgarleikhúsinu fara í verkfall – Þetta eru dagarnir