97 ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Alls eru nú 915 manns í einangrun með virkt smit hér á landi og 3.920 í sóttkví, en þeim fækkar töluvert frá því í gær. Átta manns greindust við landamæraskimun en beðið er mótefnamælingar úr þeim sýnum.
Fréttablaðið greindi frá. Undanfarna daga hefur fjöldi greindri verið nálægt hundrað á dag. Sóttvarnayfirvöld gera ráð fyrir óbreyttum fjölda í einhverja daga í viðbót enda komi árangur af hertum aðgerðum ekki í ljós strax.
Tuttugu og fjórir eru núna inniliggjandi á sjúkrahúsi með COVID-19, þrír eru á gjörgæslu og eru þeir allir í öndunarvél.