fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Miðaldra maður með engan sakaferil var með alls konar fíkniefni og vopn í fórum sínum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. október 2020 12:40

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

56 ára gamall maður hefur verið dæmdur í 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft í fórum sínum, í sölu- og dreifingarskyni, nokkurt magn af amfetamíni, hassi, maríhúana, stungulyfinu Deca-Durabolin, mikið magn af sterum og ýmsum öðrum fíkniefnum.

Einnig var maðurinn með tvo 22 calibera riffla, loftbyssur, stóran hníf og fleiri vopn.

Maðurinn játaði brot sín skýlaust en hann er með hreinan sakaferil. Óvenjulegt er að svo gamall maður fremji fyrsta brot sitt af þessu tagi en samanlagt var mikið magn af fíkniefnum og vopnum í fórum hans. Minnir brotið fremur á atferli síbrotamanns eða ungs afbrotamanns.

Fíkniefni og vopn í fórum mannsins voru gerð upptæk og hann var dæmdur til að greiða verjanda sínum málsvarnarlaun, sem og sakarkostnað, er þetta samtals rúmlega 350. 000 krónur. Sem fyrr segir þarf maðurinn ekki að sitja í fangelsi því fimm mánaða dómur hans er skilorðsbundinn.

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 7. október.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Samband íslenskra sveitafélaga semur við Syndis

Samband íslenskra sveitafélaga semur við Syndis
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Pipar\TBWA valin auglýsingastofa ársins annað árið í röð

Pipar\TBWA valin auglýsingastofa ársins annað árið í röð
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna
Fréttir
Í gær

Leikarar í Borgarleikhúsinu fara í verkfall – Þetta eru dagarnir

Leikarar í Borgarleikhúsinu fara í verkfall – Þetta eru dagarnir