fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Hafði verið blaðamaður í fjóra daga þegar hann heyrði sögur um að hann væri drykkfelldur, latur og dónalegur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. október 2020 13:52

Atli Thor Fanndal. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hafði verið í blaðamennsku í svona fjóra daga þegar ég fór að heyra sögur af því hvað ég væri nú drykkfelldur, latur, erfiður í skapinu, dónalegur og leiðinlegur. Hvert einasta atriði er rangt. Ég er rólegur, drekk lítið, vinn eins og skepna, umhyggjusamur um mitt fólk og finnst ég sjálfur frekar fyndinn (þótt engu virðist skipta hvað ég segi fólkinu mínu það oft aldrei er mér trúað). Ég var að skrifa um pólitík og mest spillingu,“ segir  Atli Thor Fanndal, upplýsingafulltrúi hjá Space Iceland, Geimvísinda- og tækniskrifstofunni, en Atli var um tíma atvinnulaus.

Nýr pistill hans á Facebook er innlegg í umræðu um meint andverðleikasamfélag og ásakanir vel menntaðs og hæfs fólks sem telur sig vera haldið frá starfstækifærum vegna pólitískra skoðana eða framgöngu í þjóðmálaumræðu.

Kveikjan að þessari umræðu er nýúkomin bók Ólínu Þorvarðardóttur, Spegill á Skuggabaldur, en þar gerir hún meðal annars upp samskipti sín við Háskólann á Akureyri. Var henni neitað þar um stjórnandastöðu og telur hún að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafi beitt sér gegn henni.

Þá hefur Þór Saari, fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar, stigið fram og lýst því yfir að hann hafi ekki fengið fasta vinnu í sjö ár vegna afskipta sinna af stjórnmálum í fortíðinni.

Sjá einnig: Þór Saari hefur ekki fengið vinnu í sjö ár – „Draumurinn um fasískan ríkiskapítalisma“

„Í hvert sinn sem ég tjái mig les ég athugasemdir um að mig vilji enginn hafa í vinnu. Ég hafi aldrei gert neitt. Ég drekki svo mikið og allskonar skemmtilegt stöff. Hvað eiga þessir menn sameiginlegt? Jú allir eru þeir í einum flokk. Þessum sem alla tíð hefur stundað að jaðarsetja fólk með því að ýja að drykkjuskap, leti og geðveilu,“ segir Atli og telur að þetta umtal sé af pólitískum rótum. Nánar tiltekið gæti þarna alltymlykjandi áhrifa Sjálfstæðisflokksins: „Kúltúrsleysið í íslenskri pólitík er svo gengdarlaust að fólk heldur að þetta sé eðlilegt. Það sé ljótt að minna á að oddviti Sjálfstæðisflokksins hafi fengið hundruð milljóna frítt frá Samherja af fé sem átti uppruna sinni í Kýpurfélagi sem kaupir ráðherra enda slíkt bara ljót áras á íbúa Selfoss. Við erum svo pækluð í þessu viðstöðulausa villuljósi.“

„Ólína Þorvarðardóttir hefur augljóslega orðið fyrir atvinnuútilokun. Þór Saari er annað dæmi. Þorvaldur Gylfason er enn eitt dæmið. Já og Fiskistofuuppljóstrarinn. Um hvað snérist allt landsréttarmálið? Fjöldi mála á Akureyri? Þegar Samherji hótaði að loka bara Dalvík svo Seðlabankinn léti af rannsókn sinni?“ segir Atli ennfremur en pistil hans má lesa með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

https://www.facebook.com/thorfanndal/posts/10157300604346965

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Samband íslenskra sveitafélaga semur við Syndis

Samband íslenskra sveitafélaga semur við Syndis
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Pipar\TBWA valin auglýsingastofa ársins annað árið í röð

Pipar\TBWA valin auglýsingastofa ársins annað árið í röð
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna
Fréttir
Í gær

Leikarar í Borgarleikhúsinu fara í verkfall – Þetta eru dagarnir

Leikarar í Borgarleikhúsinu fara í verkfall – Þetta eru dagarnir