Alls greindust 87 ný smit kórónuveirunnar á síðasta sólarhring af þeim voru 47 ekki í sóttkví.
Þetta er annar dagurinn í röð þar sem gífurlegur fjöldi nýrra smita greinist hér á landi en í gær voru ný tilfelli COVID-19 smita 99 talsins. Þá höfðu rúmlega 3.300 sýni verið greind samanborið við rúm 2.600 frá því í gær.
Alls dvelja nú 4.045 í sóttkví og 795 í einangrun. 18 sjúklingar dveljast á sjúkrahúsi og 4 á gjörgæslu.
Flestir þeirra sem dvelja í einangrun í dag eru yngri en 40 ára að aldri. Meðal þeirra eru átta börn yngri en eins árs, tíu börn á aldrinum 1-5 ára, 44 börn á aldrinum 6-12 ára og 45 börn á aldrinum 6-12 ára. Alls 107 börn.