fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fréttir

Þrítugur vestfirðingur ákærður fyrir grófa líkamsárás á Grundarfirði – Tók mann hálstaki og hótaði að drepa

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 6. október 2020 14:00

mynd/grundarfjordur.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært þrítugan mann til heimilis á Vestfjörðum fyrir einkar hættulega og ógeðfellda líkamsárás í október árið 2018 á Grundarfirði. Er maðurinn sagður hafa veist að fórnarlambi sínu, ýtt honum upp að grindverki og tekið um háls hans þar til fórnarlamb mannsins fór að svima og á sama tíma hótað að drepa hann. Er árásarmaðurinn sleppti taki á hálsi fórnarlambsins féll maðurinn í jörðina og tók þá ákærði að sparka í höfuð og búk hans.

Fórnarlambið hlaut mar og roða og blæðingar á hálsi og augnloki, roða í innanverðu augnloki vinstra megin og miklar bólgur á handlegg og hnéskel. Auk þess átti maðurinn í erfiðleikum með að kyngja og hreyfa höfuð og glímdi við höfuðverk. Þá brotnuðu gleraugu fórnarlambsins í árásinni.

Héraðssaksóknari segir þetta varða við 218. gr. almennra hegningarlaga, sem fjallar um stórfellda líkamsárás, en viðurlög við brot á greininni eru allt að þrjú ár í fangelsi. Er þess krafist af hálfu saksóknara að maðurinn verði dæmdur til refsinga og greiðslu alls sakarkostnaðar. Fórnarlambið gerir einkaréttarkröfu að fjárhæð 1.000.000 kr. auk skaðabóta að fjárhæð 145.005 króna.

Málið hefur þegar verið þingfest í Héraðsdómi Vesturlands og fer aðalmeðferð þess fram þann 21. október næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Árni deilir myndbandi af sænskri matarkörfu sinni – Hvað heldur þú að matarinnkaupin kosti?

Árni deilir myndbandi af sænskri matarkörfu sinni – Hvað heldur þú að matarinnkaupin kosti?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Boltinn er hjá Rússum – Er líklegt að þeir samþykki vopnahlé?

Boltinn er hjá Rússum – Er líklegt að þeir samþykki vopnahlé?
Fréttir
Í gær

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“
Fréttir
Í gær

Samband íslenskra sveitafélaga semur við Syndis

Samband íslenskra sveitafélaga semur við Syndis