Framkvæmdaráð almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins hefur ákveðið þetta en lokunin kemur fram í tilkynningu frá nefndinni. Þá segir einnig að verið sé að grípa til þessa vegna yfirvofandi sóttvarnaaðgerða á svæðinu. Þá á lokunin einnig við um skólasund sem hafði þó áður verið fellt niður að minnsta kosti til 6. október.
Undanfarna daga hafa margir greinst með smit á höfuðborgarsvæðinu. 99 greindust með veiruna í gær sem er hæsta talan yfir einn sólarhring síðan um mánaðamótin mars/apríl. Hluti af skýringunni á því hvað margir greindust í gær er sá að mun fleiri voru skimaðir en daginn áður. Hlutfall sýktra á meðal skimaðra er 5% og hefur verið það undanfarið.