fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fréttir

Móðir Jóns Þrastar biðlar til fólks um að tala varlega um mál sonar hennar – „Það er verið að ýfa upp sárin“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 6. október 2020 11:40

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Björk Þrastardóttir, móðir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dublin í fyrra eftir pókerspil, er afar ósátt við fréttaflutning og ummæli um hvarf sonar hennar. Hún biðlar til fólks um að halda skoðunum sínum og getgátum varðandi hvarf sonar hennar út af fyrir sig og ekki stíga fram með þær opinberlega. Hún bendir á að lögregla sé að rannsaka málið í þaula og ábendingar eigi að berast til hennar en eigi ekki erindi í almenna umræðu.

DV ræddi í gærkvöld við ónafngreindarn pókerspilara sem tók þátt í sama pókermóti og Jón í Dublin í fyrra og kom út til Dublin morguninn eftir að Jón hvarf. Maðurinn, sem þekkir vel til Jóns, trúir því ekki að Jón hafi svipt sig lífi og telur að utangarðsfólk hafi ráðið honum bana enda hverfið í kringum hótelið sem Jón gekk út af þekkt fyrir fíkniefnasjúklinga.

„Hvers vegna er þessi maður að viðra skoðanir sínar í fjölmiðlum án þess að láta nafn síns getið. Það má vel vera að hann hafi þekkt Jón en ég er móðir hans og þekki hann líklega betur en nokkur annar. Ég veit ekki hvað gerðist en ég hef sterka tilfinningu fyrir því sem gæti hafa gerst. Enginn veit hvað bjó í huga Jóns á þessari stundu, allra síst þessi maður,“ segir Hanna í viðtali við DV vegna málsins.

Hanna gefur lítið fyrir fullyrðingar mannsins um að langt hafi verið til sjós þar sem Jón var staddur og segir að Jón hafi hæglega getað tekið leigubíl að sjónum.

Hanna vill líka undirstrika að hún kennir Jönu, unnustu Jóns, ekki um afdrif hans, engan veginn og alls ekki. Hún hafi í fyrra kallað eftir svörum um síðustu samskipti parsins áður en Jón hvarf, en í því felist engar ásakanir í garð Jönu.

„Ég biðla til fólks um að halda skoðunum sínum á þessu máli fyrir sig. Allir hafa sína skoðanir og það er eitt að hafa skoðun og annað að básúna skoðanir sínar nafnlaust í viðtölum við fjölmiðla,“ segir Hanna Björk.

„Lögregla er að rannsaka þetta mál og vinnur úr fjölda vísbendinga. Látum löreglu um málið,“ segir Hanna Björk en hún telur frétt írska miðilsins Idependent um hvarf Jóns vera bull og þvælu. Þar er því haldið fram að Jón hafi látist í átökum við íslenskan glæpamann vegna deilna um eyðslu spilapeninga, en Jón á samkvæmt fréttinni að hafa tapað andvirði 650 þúsund íslenskra króna í ólöglegu pókerspili. Hanna undirstrikar að enginn í fjölskyldunni hafi fengið þessar upplýsingar og henni virðist fréttin vera fullkominn hugarburður. Veltir hún því fyrir sér hvort írski miðillinn verði kærður til breskrar siðanefndar blaðamanna vegna þessa fréttaflutnings.

Þrátt fyrir að Hanna Björk sé mjög ósátt við getgátur viðmælanda DV í gærkvöld er hún sammála sumu sem hann segir. Það sé þvæla að Jón hafi tekið þátt í ólöglegu pókerspili í Dublin, sem og að hann hafi verið í einhvejrum samskiptum við glæpamenn varðandi spilamennskuna. Þá hafi 650 þúsund króna tap í spilum aldrei geta orðið að stóru vandamáli. Þetta sé rétt hjá viðmælanda DV.

„Ég ætlaði ekki í fjölmiðla, ætlaði ekki að láta hafa neitt eftir mér um þetta mál meira, en ég gat ekki orða bundist,“ segir Hanna Björk og ítrekar óánægju sína með umfjöllun um mál sonar hennar undanfarið.

Hanna Björk endurtekur beiðni sína til Íslendinga um að viðra ekki getgátur og skoðanir um mál Jóns opinberlega. „Hann á börn sem lesa þetta. Það er verið að ýfa upp sár. Látum lögregluna vinna sína vinnu og sýnum aðgát og tillitsemi.“

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Árni deilir myndbandi af sænskri matarkörfu sinni – Hvað heldur þú að matarinnkaupin kosti?

Árni deilir myndbandi af sænskri matarkörfu sinni – Hvað heldur þú að matarinnkaupin kosti?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Boltinn er hjá Rússum – Er líklegt að þeir samþykki vopnahlé?

Boltinn er hjá Rússum – Er líklegt að þeir samþykki vopnahlé?
Fréttir
Í gær

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“
Fréttir
Í gær

Samband íslenskra sveitafélaga semur við Syndis

Samband íslenskra sveitafélaga semur við Syndis