Þá segist hún ekki óttast að íbúar á höfuðborgarsvæðinu muni ferðast út á land vegna hertu aðgerðirnar. „Nei ég held að fólk muni bara halda sig heima,“ segir hún.
„Eins og er verið að biðja fólk um að gera. Að sjálfsögðu biðjum við líka fólk um að halda sig heima. Að það sé ekki að fara út á land þar sem minna er um smit. Það er ástæða fyrir því að hér er lítið um smit. Fólk fer mjög varlega. Akureyringar fylgja reglum. Og það er ástæða fyrir því að faraldurinn hefur ekki leikið okkur verr en hann hefur gert hingað til.“