fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fréttir

Banaslys á Vesturlandi

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 4. október 2020 15:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á sextugsaldri lést eftir að bifreið sem hann var í hafnaði utan vegar við Heydalsveg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi.

Þá kemur einnig fram að slysið hafi átt sér stað á öðrum tímanum í nótt. „Bifreiðin hafnaði ofan í á og tókst vegfarendum sem að komu að ná manninum og konu sem einnig var í bifreiðinni, út úr henni,“ segir í tilkynningunni.

Endurlífgunartilraunir á manninum báru ekki árangur samkvæmt lögreglu. „Konan var orðin mjög köld en með meðvitund og líklega ekki mikið slösuð. Var hún flutt með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Akranesi.“

Lögreglan á Vesturlandi rannsakar slysið og naut hún aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu við vettvangsrannsókn. Fulltrúi rannsóknarnefndar samgönguslysa kom einnig á vettvang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“