Ríkisstjórnarfundur var haldinn í dag og var þar farið yfir tillögur Þórólfs sóttvarnarlæknis um hertar aðgerðir. Samkvæmt Katrínu mun Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fara yfir tillögur og auglýsa á morgun hvaða reglur það eru sem munu taka gildi.
Meðal þess sem verður lokað eru líkamsræktir, barir og spilasalir. Þá verða settar meiri fjöldatakmarkanir í sundlaugum sem verða þó áfram opnar. Katrín sagði eftir fundinn að hún væri bjartsýn á að þessar aðgerðir hægi á útbreiðslu faraldursins.
Þessar hertari aðgerðir munu taka gildi strax eftir helgi og gilda í að minnsta kosti tvær vikur.