fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fréttir

Þórólfur segir stöðuna viðkvæma: „Þarf bara eitt gott partý þar sem menn gleyma sér“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 2. október 2020 13:15

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, vísar ásökunum um að sóttvarnaraðgerðir á Íslandi séu strangar beint til höfuðhúsanna. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem Þórólfur fór yfir stöðuna.

„Ég vísa því nú bara til föðurhúsanna að við séum að gera eitthvað miklu strangara en aðrir. Þetta hefur skilað árangri. Ef menn hafa sagt að þetta skili engum árangri þá held ég að menn ættu bara að horfa á staðreyndirnar í málinu,“ segir Þórólfur spurður út í meinta hörku í sóttvarnaraðgerðum á landamærum Íslands í samanburði við aðrar þjóðir.

Þórólfur bendir á að ef Ísland ætlaði að leika eftir allt það sem aðrar þjóðir gerðu þá yrði um töluverða ringulreið að ræða enda gífurlegur munur á aðgerðum eftir þjóðum. Hins vegar sé ljóst að aðgerðir á Íslandi séu ekki strangar, þá einkum hér innanlands.

„Við erum búin að finna rúmlega 120 mismunandi stofna á landamærunum sem við höfum komið í veg fyrir að komi inn í landið,“ segir Þórólfur og vísar í stofna kórónuveirunnar. En aðeins tveir stofnar eru að valda smitum hér innanlands og því ljóst að nokkuð vel hefur tekist til á landamærunum.

Hins vegar getur vel komið til þess að herða þurfi aðgerðir að nýju.

„Við erum alls ekki með strangar takmarkanir. Það gæti reyndar farið svo að ef að þetta fer úr böndunum hjá okkur þessi innanlandsfaraldur núna, ef við ráðum ekki við þetta með þeim aðgerðum sem við erum að gera núna eða ef veikindi verða meiri og alvarlegri en var fyrirséð og spítalakerfið er að lenda í vandræðum, þá gætum við þurft að herða meira. Allavega myndi ég koma með tillögur um slíkt ef færi að bera á því,“ segir Þórólfur.

Núverandi fyrirkomulag á skimunum við landamærin rennur út 6. október. Þórólfur kveðst leggja til við ríkisstjórnina að aðgerðum verði haldið áfram.

„Ég teldi það mjög óvarlegt að breyta, sérstaklega á þessari stundu“

Úti í samfélaginu hér heima hefur Þórólfi sýnst flestir standa sig vel og gæti vel að sér. Hins vegar þurfi lítið út af að bregða til að staðan versni.

„Þarf bara eitt gott partý þar sem menn gleyma sér“

Hins vegar hafi borið á því að einstaklingar sem finni fyrir veikindaeinkennum mæti til vinnu og frístunda. Eitthvað sem Þórólfur telur innbyggt í Íslendinginn, að harka af sér og væla ekki. Hann beinir því þeim skilaboðum til fólks að halda sig heima ef það finnur fyrir einkennum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur
Fréttir
Í gær

Friðrik Ólafsson níræður í dag – Haldið upp á afmælið í Hörpu

Friðrik Ólafsson níræður í dag – Haldið upp á afmælið í Hörpu
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega