Sævar Helgi Bragason, oftast kenndur við stjörnurnar, segir Guðna Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, sýna eigin fáfræði í pistli sem sá síðarnefndi birti í Morgunblaðinu í dag. Þar talar Guðni meðal annars um hlýnun jarðar og spár þess efnis að jörðin muni farast í tíð núverandi kynslóðar. Hann telur slíkar spár vera af sama meiði og dómsdagsspár falsspámanna fyrri tíðar.
Guðni bendir á að hann sé enn á lífi þrátt fyrir dómsdagsspár svo sem 2000-vandann. „Kjarnorkusprengingin var stærsta ógn æsku minnar. Nú er upp runnin fjórða heimsendaspáin á 40 árum. Fyrst var það ósonlagið, svo var það súra regnið, síðan kom þúsaldarbyltingin eða 2000 vandinn. Og nú er það hamfarahlýnun af mannavöldum. Dómsdagur er sem sé í nánd, en þessi fullyrðing hefur fylgt manninum frá örófi alda,“ segir Guðni.
Sævar deilir pistli hans og bendir á að það hafi einmitt verið brugðist við þessum vandamálum. „Fyrrverandi ráðherra afhjúpar eigin fáfræði. Enginn vísindamaður spáir heimsendi vegna loftslagsbreytinga, enginn spáði heimsendi vegna ósoneyðingar, súrs regns eða 2000 vandans. Við öllu þessu var brugðist eftir viðvaranir sérfræðinga,“ segir Sævar á Twitter.
Besta að bæta þessu tísti @EinarKF við fyrst DV pikkaði þetta upp https://t.co/CjbS9RTzYc
— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 9, 2020