fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Fréttir

Stjörnu-Sævar tekur Guðna í bakaríið og segir hann fáfróðan

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Helgi Bragason, oftast kenndur við stjörnurnar, segir Guðna Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, sýna eigin fáfræði í pistli sem sá síðarnefndi birti í Morgunblaðinu í dag. Þar talar Guðni meðal annars um hlýnun jarðar og spár þess efnis að jörðin muni farast í tíð núverandi kynslóðar. Hann telur slíkar spár vera af sama meiði og dómsdagsspár falsspámanna fyrri tíðar.

Sjá einnig: Guðni segir heimsendi ekki í nánd: „Hún var hreinlega ofsótt í þættinum“ – Þeir sem efast sagðir falsspámenn og boðberar fáfræði

Guðni bendir á að hann sé enn á lífi þrátt fyrir dómsdagsspár svo sem 2000-vandann. „Kjarnorkusprengingin var stærsta ógn æsku minnar. Nú er upp runnin fjórða heimsendaspáin á 40 árum. Fyrst var það ósonlagið, svo var það súra regnið, síðan kom þúsaldarbyltingin eða 2000 vandinn. Og nú er það hamfarahlýnun af mannavöldum. Dómsdagur er sem sé í nánd, en þessi fullyrðing hefur fylgt manninum frá örófi alda,“ segir Guðni.

Sævar deilir pistli hans og bendir á að það hafi einmitt verið brugðist við þessum vandamálum. „Fyrrverandi ráðherra afhjúpar eigin fáfræði. Enginn vísindamaður spáir heimsendi vegna loftslagsbreytinga, enginn spáði heimsendi vegna ósoneyðingar, súrs regns eða 2000 vandans. Við öllu þessu var brugðist eftir viðvaranir sérfræðinga,“ segir Sævar á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð
Fréttir
Í gær

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Í gær

Draumaferðin breyttist í martröð – „Mikið svakalega er ég reið, sár og svekkt“

Draumaferðin breyttist í martröð – „Mikið svakalega er ég reið, sár og svekkt“
Fréttir
Í gær

Borgin gerir ýmsar athugasemdir við kjötvinnsluna í „græna gímaldinu“ en segir samt ekki þörf á umhverfismati

Borgin gerir ýmsar athugasemdir við kjötvinnsluna í „græna gímaldinu“ en segir samt ekki þörf á umhverfismati
Fréttir
Í gær

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður