Fyrirtækið Mountaineers of Iceland hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum í dag eftir að greint var frá því að fyrirtækið hafi flutt 40 manns á Langjökul í gær þrátt fyrir slæmar veðurviðvararnir. Björgunarsveitarmenn þurftu að bjarga fólkinu í gærkvöldi en 300 manns frá sveitinni tóku þátt í björgunaraðgerðunum.
Eflaust hafa margir velt því fyrir sér hvers vegna fyrirtækið ákvað að fara upp á jökulinn í ljósi þess að búið var að spá fyrir um vont veður á svæðinu. Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, afhjúpar ástæðuna fyrir því að farið er í svona ferðir þegar búið er að spá fyrir um vont veður en hún starfaði áður sem leiðsögumaður. „Fór einu sinni sem guide í biluðu veðri á Langjökul. Ástæðan var einföld,“ segir Kristín á Twitter-síðu sinni. „Ef ferðaþjónustufyrirtækið kanselaði þá sátu þau uppi með tapið. En ef vélsleðafyrirtækið kanselaði þá sátu þau uppi með tapið.“
Kristín lýsir aðstæðunum í þessari ferð sem hún fór í sem leiðsögumaður „Stóðum þarna í hnapp í stormi eins og aular í störukeppni,“ segir hún og bætir við samtalinu sem leiðsögumenn ferðarinnar áttu við vélasleðamanninn.
Vélasleðamaður: „Okei allir til hehe, jamm eigum við að skella okkur…viljið þið hætta við?”
Við: “Hehe nei nei er það ekki alveg málið að fara”