fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Páll var sendur heim af Landspítalanum og lést skömmu síðar – „Hann bara kafnar í höndunum á mér“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 5. janúar 2020 19:42

Páll og Bryndís - Skjáskot úr kvöldfréttum RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Heimir Pálsson var sendur heim af bráðamótttöku Landspítalans vegna álags á deildinni í nóvember. Páll hafði leitað til spítalans vegna blóðtappa. Hann lést skömmu eftir að hann var sendur heim.

Páll var 57 ára gamall þegar hann lést þann 24. nóvember síðastliðinn. Hann skilur eftir sig eiginkonu og sex börn. Svörin sem Bryndís Skafttadóttir, ekkja Páls, fékk eftir andlátið voru þau að hann hafi verið ranglega greindur og útskrifaður of snemma. Hún vill sjá stjórnendur heilbrigðiskerfisins læra af málinu. RÚV greindi frá málinu í kvöldfréttum sínum.

Síðasta sumar var Páll greindur með krabbamein í lungum. Í samtali við RÚV segir Bryndís að Páll hafi farið í alls konar rannsóknir auk lyfja- og geislameðferðar. Hún segir það hafa gengið vel en æxlið hafði minnkað um helming.

„Hann bara kafnar í höndunum á mér“

Þau hjónin fóru í stutta ferð til Bretlands í nóvember. „Við komum heim og þá veikist hann. Er með háan hita og líður mjög illa og við förum upp á bráðamóttöku. Þar er hann skoðaður og tekin lungnamynd af honum. Hann er lagður inn í smá tíma, gefið pensilín í æð og vökva, og þá lækkar hitinn hjá honum. Og um þrjú um nóttina förum við heim,“ segir Bryndís.

Morguninn eftir er Páll kominn með 40 stiga hita. Hann náði varla andanum og var mjög veikur. Þá fara þau aftur á bráðamóttökuna, Páll er lagður inn og honum er haldið  í tvær nætur. „Þá kemur læknir sem metur það þannig að hann sé orðinn hress, hann þurfi ekki lengur súrefni og við megum bara fara heim,“ segir Bryndís.

„Á leiðinni út í bíl þarf hann að fara heim í fjórum hollum af því að hann nær ekki andanum. Hann er mjög veikur ennþá. En við förum heim og hann liggur í rúminu í tvo daga, mjög lasinn, og kemst eiginlega ekki á klósett af því að hann þarf að fara í tveimur eða þremur hollum fram á klósett til þess að komast alla leið, af því að hann nær ekki andanum. En síðan á sunnudagsmorguninn deyr hann. Hann bara kafnar í höndunum á mér.“

„Ég minntist á það að minnsta kosti fjórum sinnum“

Páll fór fyrst á bráðamóttökuna á mánudeginum 18. nóvember. Hann var sendur heim um nóttina en kom aftur á þriðjudeginum 19. nóvember. Á fimmtudeginum þannn 21. nóvember var Páll sendur aftur heim en hann lést í rúminu heima hjá sér á sunnudeginum 24. nóvember. Samkvæmt Bryndísi leiddi krufning það í ljós að Páll hafi verið með tvo stóra blóðtappa í lungum.

Bryndís segir að þau hjónin höfðu grunað að það Páll væri með blóðtappa. „Ég minntist á það að minnsta kosti fjórum sinnum, þar sem voru fjórir læknar sem komu að honum, að hann hafi fengið blóðtappa í fótinn,“ segir Bryndís. Aðspurð segir hún að það hafi verið mjög mikið að gera á bráðamóttökunni þegar þau voru þar.

Bryndís fór að hitta Má Kristjánsson, yfirlækni Landspítalans, nokkrum dögum eftir að Páll lést. „Hann í rauninni biðst bara afsökunar, að hann hafi útskrifað hann of fljótt. Og í rauninni segir hann við mig að aðstæðurnar hafi verið þannig, og honum fannst það mjög leitt, að það er bara krafa um að fólk sé útskrifað. Og hann hafi bara verið ranglega greindur og útskrifaður of snemma.“

Hún vill að heilbrigðiskerfið læri af þessu máli. „Já. Og kannski að hann hafi ekki dáið til einskis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við