fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fréttir

Reynir: Læknar telja sig ekki lengur geta borið ábyrgð á mistökum – Staðan er grafalvarleg

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 08:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staðan á bráðadeild Landspítalans er orðin svo alvarleg að yfirlæknar og sérfræðilæknar telja sig ekki lengur geta borið ábyrgð á mistökum við meðferð sjúklinga. Þetta segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands. Reynir skrifar um stöðuna í aðsendri grein sem birt er í Fréttablaðinu í dag.

Reynir segir að staðan á deildinni eigi ekki að koma þingmönnum á óvart. Læknafélag Íslands hafi átt fund með velferðarnefnd Alþingis í nóvember síðastliðnum og þar hafi verið fjallað um vinnuskipulag og álag á lækna sem sinna bráðadeildinni. Reynir segir að á fundinum hafi þetta meðal annars verið rætt:

„Greint var frá lýsingum lækna á skipulagi starfseminnar og vinnuaðstæðum. Fram kom m.a. að læknar hreyfiteymis bráðadeildar hafa ítrekað reynt að vekja athygli stjórnenda Landspítala á ástandinu, álaginu, óviðunandi starfsaðstæðum og þróun mála án viðhlítandi viðbragða æðstu stjórnenda eða framkvæmdastjórnar. Meðal þess sem læknar gagnrýna er að mönnun sérfræðilækna í almennum lyflækningum sem sinna þessari þjónustu sé ófullnægjandi,“ segir Reynir.

Einn sérfræðingur fyrir 40 til 60 sjúklinga

Hann bendir á að haustmánuðum 2019 hafi níu sérfræðingar sinnt þjónustu í 5,8 stöðugildum á 21 rúma legudeild, auk þess dagdeild, göngudeild, sýklalyfjagjöfum og vaktþjónustu. Einn sérfræðingur geti þurft að bera ábyrgð á meðferð 40-60 bráðveikra sjúklinga. Á sama tíma segi ráðleggingar um mönnun lækna, með tilliti til vinnuálags og læknisþjónustu, að við þessar aðstæður þurfi 12 sérfræðinga í fullu starfi.

„Þekkt er að of margir sjúklingar á hvern lækni skapa hættu á að yfirsýn tapist og að öryggi sjúklingsins sé ekki lengur tryggt. Það virðist því miður hafa komið á daginn og varað hefur verið við yfirvofandi stórslysi. Þá var á fundinum með velferðarnefnd einnig vakin athygli á því að fram hefði komið að skipulag á hjúkrunarþjónustu væri á köflum stopult, starfsaðstaða ófullnægjandi og mönnun kandídata og sérnámslækna brigðul.“

Aðstaðan löngu sprungin

Reynir bendir á að í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins McKinsey um Landspítalann árið 2016 hafi ein megin niðurstaðan verið sú að fjölga þyrfti sérfræðilæknum. Kostirnir við það væru ótvíræðir og gætu til dæmis leitt til skilvirkari og öruggari ákvörðunartöku um meðferð sjúklinga, fækkun legudaga og dregið úr hjúkrunarþörf.

„Skemmst er frá því að segja að svo virðist sem lítið hafi verið gert með niðurstöður skýrslunnar sem unnin var að beiðni Alþingis. Aðstaðan á bráða- og móttökudeildum til að taka við núverandi fjölda bráðveikra sjúklinga er löngu sprungin og alls ófullnægjandi eins og fram hefur komið í lýsingum starfsfólks og sjúklinga sem þangað hafa leitað að undanförnu. Er svo komið að yfirlæknar og sérfræðilæknar telja sig ekki lengur geta borið ábyrgð á mistökum við meðferð sjúklinga sem geta orðið við þessar aðstæður.“

Það þarf að grípa í taumana

Ekki nóg með það heldur hafi hjúkrunargeta sjúkrahússins verið sprengd „með hvatvísum og að því er virðist stundum lítt ígrunduðum ákvörðunum um að spítalinn sinni nýjum átaks- og sérverkefnum með óljósum sparnaði fyrir samfélagið og allra síst hagkvæmni og öryggi fyrir sjúklinga þegar afleiðingarnar eru skoðaðar heildrænt og í samhengi við áhrif á aðra þjónustuþætti,“ eins og Reynir orðar það. Það komi því  ekki á óvart að aðildarfélög LÍ starfandi á Landspítala hafi í ályktun í byrjun ársins krafist að stjórnendur og heilbrigðisyfirvöld axli ábyrgð á þessum ákvörðunum og stefnu.

„Áður hafa samtök lækna og læknaráð kallað eftir skipun Landspítalastjórnar yfir sjúkrahúsið. Nú þegar heilbrigðisráðherra leggur fram frumvarp með breytingum á Heilbrigðislögum og vill leggja niður hlutverk læknaráðs og skilgreinda faglega ábyrgð yfirlækna á læknisþjónustu sem undir þá heyrir er áríðandi að ríkisstjórnin og Alþingi í heild grípi í taumanna áður en í frekara óefni er komið í heilbrigðismálum þjóðarinnar með alvarlega skertri þjónustu við sjúklinga og álagi á starfsfólk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi spá sérfræðings – Í versta falli erum við að tala um mánuði

Hrollvekjandi spá sérfræðings – Í versta falli erum við að tala um mánuði
Fréttir
Í gær

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Flokk fólksins skorta auðmýkt

Segir Flokk fólksins skorta auðmýkt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér