fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Leita manns sem er sakaður um kynferðislega áreitni á afmælisdaginn sinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 29. september 2020 14:00

Hressó var í blóma árið 2018. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjörutíu og fjögurra ára maður hefur verið kallaður fyrir dóm og birt ákæra opinberlega vegna meintrar kynferðislegrar áreitni á Hressingarskálanum þann 11. nóvember árið 2018. Atvikið átti sér stað á afmælisdegi mannsins og líklegt má telja að hann hafi þetta kvöld (aðfaranótt sunnudags) verið að fagna afmæli sínu, en Hressingarskálinn var líflegur skemmtistaður á þessum tíma.

Ákæruvaldinu hefur ekki tekist að hafa upp á manninum til að birta honum ákæru og er hún því birt í Lögbirtingablaðinu.

Manninum er gefið að sök að hafa fært sig þétt upp að stúlku við barborð staðarins, „þannig að mjaðmsvæðið hans nam við rass“ hennar eins og segir í ákæru. Er hann ennfremur sagður hafa strokið mjaðmir hennar og maga með báðum höndum.

Er þetta talið varða 199. grein almennra hegningarlaga þar sem segir að hver sem gerist sekur um kynferðislega áreitni skuli sæta fangelsi allt að tveimur árum. Kynferðisleg áreitni felist meðal annars í að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns, innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem sé meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta.

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Þá er enn fremur gerð einkaréttarkrafa um að manninum verði gert að greiða konunni skaða- og miskabætur að fjárhæð 800.000 krónur.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 29. október næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óhugnanlegt myndband: Ungmenni á reiðhjólum börðu ökumann til óbóta

Óhugnanlegt myndband: Ungmenni á reiðhjólum börðu ökumann til óbóta
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ólafur segir marga misnota veikindaréttinn: „Upp hafa komið hreint ótrúleg mál“

Ólafur segir marga misnota veikindaréttinn: „Upp hafa komið hreint ótrúleg mál“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hefur áhyggjur af launahækkunum kennara

Hefur áhyggjur af launahækkunum kennara
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skatturinn vill að þú bregðist við strax – Ekki er allt sem sýnist

Skatturinn vill að þú bregðist við strax – Ekki er allt sem sýnist