Tveir voru lagðir inn á Landspítalann í gær með Covid-19 og voru tveir þar fyrir. Einn er á gjörgæslu.
Þetta kemur fram í frétt á Viljanum.
38 smit greindust á laugadaginn. Björn Ingi, ritstjóri Viljans, hefur eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að það ráðist um helgina hvort gripið verður til harðari sóttvarnaaðgerða til að kveða bylgjuna niður.
435 eru nú í einangrun og 1.780 í sóttkví.
Björn Ingi birtir eftirfarandi hugleiðingar um ástandið á Facebook-síðu sinni:
„Þetta er því miður allt eftir bókinni. Nú fer hluti þeirra sem greindist fyrir viku eða svo, að veikjast alvarlega. Vonandi tekst hinu frábæra starfsfólki okkar á spítalanum að eiga við það sem framundan er, svo allir komist heilir aftur heim. Biðjum fyrir því.“