fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Matur

Einfaldar og fljótlegar kjúklingatortillur sem krakkarnir elska

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 27. september 2020 14:30

Kristín Soffía Jónsdóttir. Myndir/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, deildi með okkur á dögunum hvað hún borðar á venjulegum degi. Hér deilir hún uppskrift að ofureinföldum kjúklingatortillum sem krakkarnir elska.

Sjá einnig: Þetta borðar Kristín Soffía á venjulegum degi

Hráefni

1 bakki úrbeinuð kjúklingalæri

2 paprikur

1 laukur

Slatti af góðri ólífuolíu

Krydd: 1 msk. cumin, 1 msk. paprika, 1 tsk. kóríander, salt

Meðlæti

Litlar tortillakökur

Spínatkál

Kirsuberjatómatar

Avókadó

Sýrður rjómi

Rifinn ostur

Smá kreista af lime

Aðferð

  1. Kjúklingur, paprika og laukur fara saman í eldfast mót og er velt saman með góðri ólífuolíu og kryddi.
  2. Formið fer svo inn í 200 gráðu heitan ofn í 30 mínútur.
  3. Á meðan ofninn sinnir eldamennskunni sker ég niður grænmeti. Það er hægt að setja hvað sem er með í kökurnar, við setjum spínatkál, kirsuberjatómata og avókadó.
  4. Þegar fimm mínútur eru eftir af eldunartíma pakka ég tortillakökunum inn í álpappír og skelli inn með til að hita þær aðeins.
  5. Þá er ekkert eftir annað en að raða því sem að hver og einn vill í kökurnar. Auk grænmetisins er ég með rifinn ost, sýrðan rjóma og niðursneitt lime.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
10.02.2024

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti