fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fréttir

Bílslys á Vesturlandsvegi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 26. september 2020 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laust eftir miðnætti missti 17 ára ökumaður stjórn á bíl sínum á Vesturlandsvegi þar sem hjólför voru full af vatni. Ók hann á vegrið, síðan yfir tvær akreinar og endaði utan vegar í gróðri. Tveir farþegar voru í bílnum en ekki urðu slys á fólki.

Þetta og neðangreint kemur fram í dagbók lögreglu.

Um ellefuleytið í gærkvöld var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfrði. Lögreglan var kvödd að veitingahúsi og var maður handtekinn, grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Var maðurinn vistaður í fangageymslu lögreglu.

Slys varð á Laugavegi um ellefuleytið í gærkvöld er maður féll af rafskutlu og rotaðist. Hlaut hann áverka á höfði. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á Bráðadeild til aðhlynningar.

Um sama leyti féll 15 stúlka af vespu í Breiðholti. Fékk hún skurð fyrir ofan augabrún og hjálmur hennar losnaði. Sjúkrabíll kom á vettvang.

Öldurhús og krár voru lokaðar í gærkvöld og við eftirlit á 30 slíkum stöðum reyndist lokunin vera virt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður í friðsælu hverfi: Móðir og sonur numin á brott á Gran Canaria í tengslum við þjófnað á 600 kg af kókaíni

Óhugnaður í friðsælu hverfi: Móðir og sonur numin á brott á Gran Canaria í tengslum við þjófnað á 600 kg af kókaíni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldi sparkað úr landi eftir þetta uppátæki sitt

Áhrifavaldi sparkað úr landi eftir þetta uppátæki sitt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“