fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fréttir

Milljónabætur vegna „stórfellds gáleysis“ á Landspítalanum – Vaknaði aldrei aftur eftir aðgerð

Heimir Hannesson
Föstudaginn 25. september 2020 15:34

mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða samtals um fjórar milljónir í skaðabætur og útfararkostnað vegna manns sem lést af völdum „stórfellds gáleysis“ starfsmanna Landspítalans.

Maðurinn sem um ræðir greindist með krabbamein í ristli í lok júní árið 2014. Þann 3. júlí lagðist hann inn á spítala og um miðjan mánuðinn gekkst maðurinn undir skurðaðgerð á spítalanum. Að aðgerð lokinni var maðurinn vistaður á lungnadeild, þar sem meltingarfærasjúklingar voru hýstir vegna sumarlokana deilda á Landspítalanum. Aðstandandi mannsins, sem var jafnframt stefnandi í málinu, sagði fyrir dómi að hann hafi fylgst vel með ástandi mannsins og að hann hafi borið sig vel strax eftir aðgerðina. Um 3 dögum eftir aðgerðina fór ástand mannsins að versna og á laugardeginum, 5 dögum eftir aðgerðina leið yfir manninn. Óskaði aðstandandinn eftir að læknir kæmi og skoðaði manninn en enginn læknir kom og engar rannsóknir gerðar.

Degi síðar, sunnudaginn 20. júlí 2014 fór maðurinn í hjartastopp. Í kjölfar endurlífgunar fór maðurinn aftur í aðgerð þar sem kom í ljós að rof hafði orðið á tengingu ristils og ristillinn þar af leiðandi lekið. Lekinn og sýking af völdum hans ollu svo hjartastoppinu. Þá fannst mikið blóð í kviðarholi mannsins. Maðurinn komst aldrei til meðvitundar eftir síðari aðgerðina og lést á gjörgæslu spítalans föstudaginn 25. júlí.

Innri rannsókn leiddi mistök í ljós

Í kjölfar andlátsins tilkynnti Landspítalinn það til Landlæknis og hóf innri rannsókn á aðdraganda dauða mannsins, svokallaða rótargreiningu. Sagði Landlæknir að þeirri skoðun lokinni að: „Það var niðurstaða landlæknis að viðbrögð við einkennum um versnandi ástand sjúklings hafi verið ófullnægjandi og fálmkennd. Mönnun starfsfólks deildarinnar, einkum lækna, hafi verið ófullnægjandi, m.a. vegna sumarlokana.“

Í október 2014 boðaði Landspítalinn aðstandendur mannsins til sín á fund þar sem spítalinn baðst afsökunar á mistökum sínum við meðferð mannsins.

Landspítali mótmælti sök og bótakröfu

Fyrir dómi neitaði Landspítalinn að um hefði verið að ræða „stórkostlegt gáleysi.“ Þá mótmælti spítalinn bótakröfu fólksins, en tveir aðstandendur gerðu 5 milljóna bótakröfu hvort auk þess sem þrotabúið krafðist rúmrar milljónar vegna kostnaðar við útför og legstein mannsins. Samtals rúmar 11 milljónir.

Sagði í niðurstöðu dómsins að læknir mannsins hafi átt að fylgja málinu eftir, og ef hann gat það ekki að finna annan lækni til þess. Það var ekki gert. Segir í dómnum: „Verður og helst ráðið af gögnum málsins að læknanemi hafi sinnt eftirfylgni í fjarveru meðferðarlæknisins og þá án þess að njóta viðhlítandi stuðnings reyndra lækna.“

Þar segir enn fremur að misfarist hafi hjá hjúkrunarfræðingum sem voru á vakt að kalla til lækni þegar ástandi mannsins tók að hraka. Segir í dómnum:

Verður ekki önnur ályktun dregin af þessu en sú að annaðhvort hafi misfarist hjá hjúkrunarfræðingum á legudeild [mannsins] að kalla til lækni eða læknir hafi ekki svarað kalli þeirra. Samræmist þetta niðurstöðu rótargreiningar LSH á þá leið að „mikilvægar upplýsingar bárust ekki á milli starfsmanna og misskilningur átti sér stað“, „misbrestur var á notkun og uppflettingu sjúkraskrárgagna“ og „í raun virðist enginn hafa haft góða yfirsýn og heildarmynd af framvindu sjúklings í legunni.“

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi aðstandendum mannsins samanlagt tæpar tvær og hálfar milljónir í skaðabætur úr hendi hins opinbera og dánarbúi mannsins um eina og hálfa í útfararkostnað og kostnað vegna legsteins. Þar að auki var ríkið, fyrir hönd spítalans, dæmt til að greiða málskostnað, 1,6 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður í friðsælu hverfi: Móðir og sonur numin á brott á Gran Canaria í tengslum við þjófnað á 600 kg af kókaíni

Óhugnaður í friðsælu hverfi: Móðir og sonur numin á brott á Gran Canaria í tengslum við þjófnað á 600 kg af kókaíni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldi sparkað úr landi eftir þetta uppátæki sitt

Áhrifavaldi sparkað úr landi eftir þetta uppátæki sitt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“