fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fréttir

Marek ákærður fyrir þrjú morð, tíu morðtilraunir – Fórnarlömbin rétt orðin tvítug

Heimir Hannesson
Föstudaginn 25. september 2020 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi frá fyrr í dag neitaði brennuvargurinn á Bræðraborgarstíg sök fyrir Héraðsdómi. Maðurinn heitir Marek Moszczynski og er fæddur árið 1957. Hann er því 63 ára gamall.

DV hefur ákæruna undir höndum þar sem kemur fram að Marek er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps, með því að hafa kveikt eld á gólfi í herbergi sínu á 2. hæð Bræðraborgarstígs 1 og á tveim öðrum stöðum í sameiginlegu rými hússins. Maðurinn leigði herbergið þar af fyrirtækinu HD verk ehf., sem er í eigu Kristins Jóns Gíslasonar. 13 manns voru í húsinu þegar ákærði kveikti eldinn, segir í ákærunni.

Marek er þar sagður hafa kveikt eld meðal annars undir stiga sem lá upp á 3. hæð hússins. Eldurinn breiddist hratt út og var húsið alelda þegar slökkvistarf hófst.

Í ákæru segir að afleiðingar eldsins urðu þær að þrír létust. Þau voru 21, 25 ára og 26 ára gömul.

Ákærður fyrir 10 manndrápstilraunir

Tvö þeirra létust vegna koloxíðeitrunar vegna innöndunar á reyk. Sú þriðja lést af völdum höfuðáverka en hún féll út um glugga á þriðju hæð hússins þegar hún reyndi að flýja eldinn. Þau voru öll pólskir ríkisborgarar.

Aðrir sem í húsinu voru komust út af eigin rammleik eða voru bjargað af lögreglu eða slökkviliði. Það voru 10 manns, þar af sjö af erlendu bergi brotnu og þrír íslendingar. Sá elsti var 58 ára og yngsti 19 ára. Þau eru í ákærunni sögð hafa verið sett í lífsháska vegna eldsins og er Marek ákærður fyrir tilraun til manndráps. Nokkrir slösuðust alvarlega. Ein fékk væga reykeitrun, annar fékk reykeitrun, sár á vinstri hendi og fótlegg. 58 ára gamall maður slasaðist enn fremur alvarlega en hann hlaut reykeitrun og annars og þriðja stigs brunasár yfir báða handleggi, handarbök og fingur og nánast allt bak hans. Samanlagt brenndist maðurinn á 17% líkama hans. Þá slasaðist annar maður, 33 ára, er hann féll niður úr þriðju hæð og hlaut skurði á hné, höfuðáverka og brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum og blóðtappa í slagæðum lungna.

Himinháar einkaréttarkröfur

Þá er maðurinn ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að slá til lögreglu með gúmmímottu. Eftir að hafa kveikt eldinn hljóp maðurinn upp að rússneska sendiráðinu að Garðastræti 33 þar sem hann olli usla. Var lögreglan kölluð til að rússneska sendiráðinu á sama tíma og neyðarlínu barst tilkynningu um eld á Bræðraborgarstíg. Lögreglumenn hlutu roða og mar á handleggi og kinnbeinum.

Einkaréttarkröfur í málinu eru gríðarlega umfangsmiklar, en þær eru lagðar fram af ættingjum þeirra látnu, samtals 17 manns og nema kröfurnar samanlagt um 70 milljónum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær neitaði í þrjú ár að afgreiða beiðni húsbyggjenda um lokaúttekt

Kópavogsbær neitaði í þrjú ár að afgreiða beiðni húsbyggjenda um lokaúttekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tilkynningar um svindlpósta í nafni Póstsins daglegt brauð

Tilkynningar um svindlpósta í nafni Póstsins daglegt brauð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr í ræktinni og einum vísað út

Sauð upp úr í ræktinni og einum vísað út