fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fréttir

Úti er hjólhýsa-ævintýri – 50 ára hjólhýsabyggð lokað

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 24. september 2020 16:04

Mynd/Páll Magnús Skúlason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn verður lokað samkvæmt ákvörðun sveitastjórnar sem tekin var fyrir viku. Ástæða lokunarinnar mun vera brunahætta sem stafi frá svæðinu auk þess sem ekki sé heimild fyrir þessari tegund byggðar að íslenskum lögum.

Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem rætt var við Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra.

Ásta segir að það muni taka tvö ár að loka byggðinni. Þá verði allir samningar um stæði á svæðinu runnir út.  Hún segir að fjöldi ábendinga hafi borist sveitarstjórn vegna þeirrar áhættu sem stafi frá svæðinu sem er statt inn í stærsta samfellda birkiskógi á Ísland. Ábendingar stöfuðu meðal annars frá slökkviliðsstjóra og lögreglustjóra á svæðinu.

„Við sáum okkur ekki annað fært en að taka á þessu og taka þessa ákvörðun.“

Ásta segir ljóst að það verði mörgum erfitt að yfirgefa svæðið þar sem mikið hafi verið byggt í kringum hjólhýsin og jafnvel séu sum þeirra gróin föst þar sem þau standa. Þessi byggð eigi sér um fimmtíu ára sögu.

Hins vegar standi hýsin nú of þétt og ekki í samræmi við brunavarnir enda hafi endurtekið eldur orðið laus á svæðinu.

Samkvæmt heimildum DV eru eigendur hjólhýsa á svæðinu verulega óánægðir með þessa ákvörðun, enda margir hverjir búnir að eyða miklu fjármagni í að búa sér þarna til indælis afdrep og munu þurfa að sitja eftir með sárt ennið að þessum tveimur árum liðnum þegar hjólhýsabyggðin heyrir sögunni til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær neitaði í þrjú ár að afgreiða beiðni húsbyggjenda um lokaúttekt

Kópavogsbær neitaði í þrjú ár að afgreiða beiðni húsbyggjenda um lokaúttekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tilkynningar um svindlpósta í nafni Póstsins daglegt brauð

Tilkynningar um svindlpósta í nafni Póstsins daglegt brauð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr í ræktinni og einum vísað út

Sauð upp úr í ræktinni og einum vísað út