Alma D. Möller, landlæknir, sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag að mikilvægt sé fyrir fólk að þekkja smitleiðir kórónuveirunnar til að hægt sé að reyna til hins ítrasta að forðast smit.
„Smitleiðir veirunnar.
Með því að þekkja þær þá getum við betur áttað okkur á því hvað við þurfum að gera til að fá ekki í okkur smit.
- Snertismit – Þar gildir handþvottur, spritt og sótthreinsum á snertiflötum
- Dropasmit – Þar þurfum við að passa að hnerra og hósta ekki út í loftið, virða nálgæðartakmarkanir, varast fjölmenni og nota grímur í þessum völdu aðstæðum
- Úðasmit – Mjög litlir dropar sem geta svifið lengur og lengra. Það gildir að varast fjölmenni, að huga að loftgæðum og loftræstingu, nota grímur og varast hávaða sem leiðri til hærra tals því að ef maður þarf að tala mjög hátt þá eru líkur á að úði og dropar berist lengra og þar gildir til dæmis eins og um söng- og kóræfingar að viðra fjarlægð og huga vel að loftræstingu.“