fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Jói Fel í gjaldþrot

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 24. september 2020 12:58

Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bakarískeðja Jóa Fel var í gær úrskurðuð gjaldþrota í héraðsdómi. Gjaldþrotabeiðnin kom frá Lífeyrissjóði verslunarmanna sem lagði fram kröfuna um gjaldþrotaskipti vegna ógreiddra iðgjalda í lífeyrissjóðinn heilt ár aftur í tímann. Þó höfðu iðgjöldin verið dregin af launaútborgun starfsmanna.

Samkvæmt óstaðfestum heimildum Stundarinnar vinnur Jói Fel nú að því að kaupa eignir nauðsynlegar rekstrinum til baka úr þrotabúin með aðstoð fjárfesta.

Grímur Sigurðsson lögmaður var við úrskurð héraðsdóms skipaður skiptastjóri þrotabúsins. Þetta staðfestir Grímur í samtali við blaðamann DV en vildi lítið annað segja. Nú tekur við hefðbundið ferli þar sem auglýst verður eftir kröfum í þrotabúið og eignirnar svo teknar til skiptanna upp í þær skuldir. Óljóst er hverjir stærstu kröfuhafarnir eru annað en að Lífeyrissjóður verslunarmanna hlýtur að vera einn þeirra.

DV ræddi á mánudaginn við Jóhannes Felixsson sem vildi lítið tjá sig um stöðu bakarískeðjunnar. Sagði hann þó að „eitthvað gæti gerst í vikunni.“ Nú er ljóst að tilraunir Jóa til þess að bjarga rekstrinum hafa ekki tekist. „Ég er bara á fundum alla vikuna, allt er í vinnslu og ég veit ekkert,“ sagði Jói á mánudaginn.

Sjá nánar: Jói Fel um erfiðleikana – „Eitthvað gæti gerst í vikunni“

Um er að ræða annað gjaldþrot fyrirtækis í eigu Jóa Fel á rétt rúmu ári. Í ágúst í fyrra greindi DV frá því að Guðni bakari væri gjaldþrota. Sá rekstur var ótengdur rekstri bakarískeðjunni Jóa Fel.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“