Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og vísar í nýja heimskönnun Gallup. Íslendingar voru á toppnum þegar síðasta svona könnun var gerð 2016 en falla nú af honum og þykja nú næstumburðarlyndasta þjóð heims. Kanadamenn eru þeir umburðarlyndustu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Meðal annarra efstu þjóða eru Bandaríkin, Svíþjóð, Írland, Ástralía og Búrkína Fasó.
140 þúsund manns, í 145 löndum, svöruðu spurningum Gallup. Hér á landi var könnun gerði í október og nóvember á síðasta ári og var rætt við 500 manns símleiðis. Meðal þess sem spurt var um var hovrt fólk væri fylgjandi því að útlendingar flyttu til landsins, að útlendingar flyttu í næsta hús eða giftust inn í fjölskylduna.
Út frá þessu var reiknaður ákveðinn stuðull sem hækkaði úr 8,26 í 8,41 á milli kannana hjá Íslendingum.
Á botni listans eru Norður-Makedóníumenn en þar í landi er stuðullinn aðeins 1,49. Aðeins fyrir ofan eru Ungverjar, Serbar, Taílendingar og Tyrkir.
Á heimsvísu lækkaði stuðullinn úr 5,34 niður í 5,21. Þegar rýnt er í svörin sést að íbúar í þéttbýli, hámenntað fólk og ungt er jákvæðara í garð innflytjenda en fólk í dreifbýli, minna menntað og eldra.