fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Myndir af börnum hengdar upp á útidyranar á heimili Áslaugar Örnu

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 23. september 2020 12:46

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær myndir hafa verið hengdar upp á útidyrnar í fjölbýlishúsinu sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra býr í.

Myndirnar tvær sem um ræðir eru af börnum sem vísað hefur verið úr landi og hanga þær annars vegar utan á útidyrahurðinni og hins vegar innan á henni. Á annarri myndinni stendur að barninu hafi verið vísað úr landi árið 2016 en á hinni stendur að barninu hafi verið vísað úr landi árið 2019 ásamt óléttri móður sem var komin 36 vikur á leið. Myndirnar, sem festar voru upp á útidyrahurðina sem er úr gleri, virðast hafa verið límdar með einskonar veggspjaldalími svo ekki er hlaupið að því að ná myndunum af dyrunum.

Ekki er vitað hver, hverjar eða hverjir eru á bakvið uppsetningu þessara mynda. Ástæðan fyrir myndunum er þó ekki jafn dularfull, í síðustu viku átti að vísa Kehdr-fjölskyldunni úr landi. Fjölskyldan fannst ekki og hefur farið huldu höfði síðan. Margir hafa mótmælt brottvísun fjölskyldunnar, bæði í eigin persónu og á samfélagsmiðlum. Til að mynda hefur myllumerkið #þaueruhjámér vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum en undir því myllumerki segir fólk að egypska fjölskyldan sé í raun í felum hjá þeim. Myndirnar sem um ræðir eru að öllum líkindum hluti af mótmælum við brottvísun Kehdr-fjölskyldunnar sem hefur farið huldu höfði síðan þeim átti að vera vísað úr landi.

Ekki náðist í Áslaugu Örnu við gerð fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins
Fréttir
Í gær

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?