fbpx
Þriðjudagur 18.mars 2025
Fréttir

Trump véfengir sannleiksgildi dánaróskar Ruth Bader Ginsburg

Heimir Hannesson
Mánudaginn 21. september 2020 22:20

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti efasemdum sínum um að dánarósk Ruth Bader Ginsburg, fyrrverandi hæstaréttardómara, sem lést föstudaginn síðastliðinn, hafi verið sönn. Sagði hann óskina uppspuna og að hún hafi verið skrifuð af Adam Schiff, Nancy Pelosi eða Chuck Schumer, sem allt eru hátt settir Demókratar í efri og neðri deild Bandaríkjaþings.

Orð Trumps reittu marga syrgjendur Ginsburg til reiði, enda sjá þeir orð Trumps sem árás á minningu hennar.

Ginsburg, sem fyrr segir, lést á föstudaginn síðastliðinn af völdum krabbameins. Hún var 87 ára gömul.

Dánarósk Ginsburg var að eftirmaður hennar yrði ekki valinn fyrr en nýr forseti væri tekinn við, þ.e.a.s. einhver annar en Donald Trump.

Eins og staðan er í dag eru litlar líkur á að Ginsburg verði að þessari hinstu ósk sinni. Bæði Trump forseti sem og leiðtogar Repúblikana í Öldungadeildinni hafa lýst því yfir að þeir hyggist tilnefna og staðfesta eftirmann Ginsburg sem allra fyrst. Aðeins sex vikur eru til kosninga og eru tölur úr skoðanakönnunum ekki að vinna með Trump þessa dagana. Þetta gæti því verið síðasta embættisfærsla Trumps sem einhverju máli skiptir. Fari svo að Trump tapi í kosningunum hefur hann þó fram að embættistöku næsta forseta, þann 20. janúar, til þess að klára tilnefninguna og skipunina í embætti hæstaréttardómara.

Trump lét orðin frægu falla í þætti Fox & Friends á sjónvarpsstöðinni Fox News:

Sagði hún þetta, eða sagði hún þetta ekki?. Ég hallast meira að því síðarnefnda, að orðin hafi komið upp úr engu. Þetta hljómar svo fallega, en þetta hljómar eins og Schumer pakki, eða kannski Pelosi, eða Schiff. Þannig að þetta kom upp úr engu, segjum það bara. Ég meina, kannski sagði hún þetta, kannski ekki?

Adam Schiff er yfirmaður leyniþjónustunefndar neðri deildar Bandaríkjaþings og Nancy Pelosi er forseti hennar. Bæði léku þau lykilhlutverk í ákæru þingsins vegna embættisfærsla Trumps fyrr á árinu. Schumer, er æðsti Demókratinn í efri deildinni, og mun þar af leiðandi koma til með að stýra viðbrögðum þeirra við tilnefningu og staðfestingu Repúblikana á nýjum dómara. Hann sagði um helgina að ef Repúblikanar ætluðu að reyna að staðfesta nýjan dómara á síðustu dögum Trumps sem forseta væri allt á borðinu. Þykir líklegt að hann hafi þar með vísað til þess að ef Demókrötum tekst að ná Hvíta húsinu og efri deildinni á sitt vald, myndu þeir leggja fram öll þau frumvörp sem Repúblikanar hafa óttast. Má þar nefna sem dæmi að gera Washingtonborg, D.C. að ríki, sem og Puerto Rico. Þannig yrðu ríkin 52 og öldungadeildarþingmennirnir 104. Bæði svæðin hallast verulega í átt að Demókrötum, og mættu því Repúblikanar vænta þess að missa stjórn á báðum deildum þingsins til frambúðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stakk mann í öxlina fyrir utan heimili sitt

Stakk mann í öxlina fyrir utan heimili sitt
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir töluvert um kynferðislegt ofbeldi innan íslenskra fangelsa – „Verra kannski að vera fastur í fangelsi með geranda sínum“

Segir töluvert um kynferðislegt ofbeldi innan íslenskra fangelsa – „Verra kannski að vera fastur í fangelsi með geranda sínum“
Fréttir
Í gær

Keypti Smarties í Fríhöfninni en sá svo hvað það kostaði í Krónunni

Keypti Smarties í Fríhöfninni en sá svo hvað það kostaði í Krónunni
Fréttir
Í gær

Mynd að komast á rannsókn manndrápsmálsins – Hvaða gögn er lögreglan að rannsaka?

Mynd að komast á rannsókn manndrápsmálsins – Hvaða gögn er lögreglan að rannsaka?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldarnir loga enn glatt í Sósíalistaflokknum – Sanna segir að ekki sé hægt að krefjast svara á laugardögum

Eldarnir loga enn glatt í Sósíalistaflokknum – Sanna segir að ekki sé hægt að krefjast svara á laugardögum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur viðurkennir að hafa verið nálægt því að bugast – „Þá er einhver bein ógn“

Dagur viðurkennir að hafa verið nálægt því að bugast – „Þá er einhver bein ógn“