fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Jói Fel um erfiðleikana – „Eitthvað gæti gerst í vikunni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 21. september 2020 10:35

Jói Fel að störfum. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jói Fel, öðru nafni Jóhannes Felixsson, færðist undan því að tjá sig um stöðu bakaría sinna er DV hafði samband við hann í dag.  Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur krafist gjaldþrotaskipta hjá bakarískeðju Jóa vegna vangoldinna iðgjalda af launum starfsfólks.

Í samtali við DV segir Jói að þessi mál séu ekki komin á hreint en „gæti eitthvað gerst í vikunni,“ sagði hann orðrétt og baðst undan því að ræða málið frekar.

Í samtali við Mannlíf segir Jói: „Ef ég á að segja þér alveg eins og er þá veit ég ekki hver staðan er. Ég bara veit það ekki.“

Í samtali við DV núna rétt í þessu sagði Jói að hann vissi ekki hvort tækist að bjarga rekstrinum: „Ég er bara á fundum alla vikuna, allt er í vinnslu og ég veit ekkert.“

Eins og DV greindi frá í fyrra varð bakaríið Guðni bakari gjaldþrota þann 26. ágúst 2019. Bakaríið var í helmingseigu Jóa. Sá rekstur var ótengdur rekstri Jóa Fel bakaríanna á höfuðborgarsvæðinu. Núna er ljóst að sú keðja er komin í mikla erfiðleika og gjaldþrot gæti vofað yfir.

Eins og Jói segir gætu málin skýrst síðar í vikunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt