fbpx
Þriðjudagur 18.mars 2025
Fréttir

Hasskaup í Breiðholti enduðu með hnífstungu og grjótkasti – Fórnarlambið fyrirgaf árásarmanni í réttarsal

Heimir Hannesson
Mánudaginn 21. september 2020 17:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

17 ára drengur var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás með því að hafa stungið mann með 12 cm hníf í öxl og brjóstkassa með þeim afleiðingum að hann hlaut tvo 1 cm skurði á vinstri öxl og 2 cm skurð yfir neðstu rifjum hægra megin á brjóstkassa og lífshættulegan áverka á lifur með blæðingu í kvið. Ákærði bar við neyðarvörn í málinu.

Aðdragandi árásarinnar var sá að árásarmaðurinn var staddur á göngustíg í Breiðholti og átti þar stefnumót við fíkniefnasala sinn af hverjum hann hugðist kaupa hass. Árásarmaðurinn var einn fjölmargra á vettvangi. Þegar á staðinn var komið sáu þeir svo til tveggja manna á vespu. Þessir tveir menn réðust síðar að hópi þess dæmda með hamri og grýttu í hópinn steinum. Ákærði segist hafa óttast um líf sitt við árásina og brugðið á það ráð að taka upp hníf, sér til varnar. Þegar einn vespumannanna hafi verið búinn að slá til hans þrisvar með hamrinum hafi hann þá stungið hann. Að því loknu hlupu drengirnir frá vettvangi. Árásin var ekki sú fyrsta sem sá ákærði segist hafa upplifað af hálfu brotaþolans.

Brotaþoli sagði allt aðra sögu fyrir dómi, en samkvæmt henni réðst maðurinn á hann að ástæðulausu og án fyrirvara með hnífnum.

Komst heim til móður sinnar

Eftir hnífaárásina komst sá slasaði heim til sín þar sem móðir hans tók við honum. Móðirin sagði fyrir rétti að hún hafi „orðið sturluð af hræðslu,“ og sagðist telja að um væri að ræða uppgjör milli strákahópa í sitthvoru hverfinu.

Fjölmargir báru vitni fyrir dóminum, þar á meðal hjón sem, er þau óku bíl sínum, sáu vespu koma aðvífandi og aka inn í stóran hóp stráka. Sagði konan að einn mannanna hafi haldið á hamri.

Ákært fyrir tilraun til manndráps

Héraðssaksóknari tók við málinu í kjölfar rannsóknar lögreglu og var drengurinn 17 ára ákærður fyrir tilraun til manndráps, en fyrir stórfellda líkamsárás til vara. Þá gerði fjölskylda brotaþolans, fyrir hans hönd, 5 milljóna bótakröfu.

Fór svo að Héraðsdómur sakfelldi manninn fyrir stórfellda líkamsárás en ekki tilraun til manndráps. Þungir dómar hafa fallið fyrir tilraunir til manndráps, jafnvel þó menn séu sakfelldir fyrir slíkt brot ungir að árum. Þannig var til dæmis maður sakfelldur fyrir tilraun til manndráps er hann hjó til annars manns með sveðju. Fékk sá sex ára fangelsi.

Héraðsdómur felldi, sem fyrr segir, 10 mánaða fangelsisdóm yfir drengnum og skilorðsbatt hann allan dóminn til þriggja ára. Drengurinn er fæddur í apríl 2003, og er því 17 ára og fimm mánaða. Ungur aldur drengsins sem og hreint sakavottorð hans var metinn drengnum til refsilækkunar. Til viðbótar var maðurinn dæmdur til að greiða drengnum 900.000 krónur í miskabætur, sem og tæplega tveggja milljóna kostnað vegna verjanda síns og um milljón í kostnað vegna réttargæslumanns brotaþola.

Þá var einnig tekið tillit til þess að drengirnir hafi, í réttarsal við meðferð málsins, tekist í hendur og slíðrað þannig sverðin milli vinahópanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Keypti Smarties í Fríhöfninni en sá svo hvað það kostaði í Krónunni

Keypti Smarties í Fríhöfninni en sá svo hvað það kostaði í Krónunni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mynd að komast á rannsókn manndrápsmálsins – Hvaða gögn er lögreglan að rannsaka?

Mynd að komast á rannsókn manndrápsmálsins – Hvaða gögn er lögreglan að rannsaka?
Fréttir
Í gær

Eldarnir loga enn glatt í Sósíalistaflokknum – Sanna segir að ekki sé hægt að krefjast svara á laugardögum

Eldarnir loga enn glatt í Sósíalistaflokknum – Sanna segir að ekki sé hægt að krefjast svara á laugardögum
Fréttir
Í gær

Dagur viðurkennir að hafa verið nálægt því að bugast – „Þá er einhver bein ógn“

Dagur viðurkennir að hafa verið nálægt því að bugast – „Þá er einhver bein ógn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk áfall þegar hann sá hver afborgun lánsins var eftir að vextirnir losnuðu – „Arion er að setja mig á hausinn“

Fékk áfall þegar hann sá hver afborgun lánsins var eftir að vextirnir losnuðu – „Arion er að setja mig á hausinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í friðsælu hverfi: Móðir og sonur numin á brott á Gran Canaria í tengslum við þjófnað á 600 kg af kókaíni

Óhugnaður í friðsælu hverfi: Móðir og sonur numin á brott á Gran Canaria í tengslum við þjófnað á 600 kg af kókaíni