fbpx
Þriðjudagur 18.mars 2025
Fréttir

170 Skagamenn enn í sóttkví – Margir neyðast til Reykjavíkur í seinni skimun á morgun

Heimir Hannesson
Mánudaginn 21. september 2020 17:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun þurfa fjölmargir skagamenn, eða 175 talsins, að mæta í skimun í kjölfar viku sóttkvíar. Fólkið þurfti að fara í sóttkví á Akranesi eftir að smitaður einstaklingur fór í ræktina á Jaðarsbökkum í síðustu viku. Stöðin hefur verið lokuð síðan á föstudag vegna málsins, en þá fór annar smitaður einstaklingur í ræktina.

Allir sem fóru í ræktina á þriðjudaginn fyrir tæpri viku voru skikkaðir í sóttkví. Var fólkinu þá bent á að hafa samband við framkvæmdastjóra ÍA og skrá sig í sóttkví og var hún milligöngumaður milli Skagamanna og rakningateymis Almannavarna.

Enn er opið í sund á Akranesi, en þreksalir eru, sem fyrr segir, lokaðir.

Á vef Skessuhorns segir að fjöldi manna, af þessum 175, muni ekki getað farið í skimun vegna endaloka sóttkvíar sinnar á Akranesi og verður þeim gert að fara til Reykjavíkur til skimunar. Í borginni fer sú skimun fram við gamla rafveituhúsið við Suðurlandsbraut. Skessuhorn segir að það hafi vakið athygli að í þessum hópi væri fólk sem gæti ekki ekið sig sjálft, og eðli málsins samkvæmt væri erfitt fyrir fólk að fá far þegar þú ert, eða hefur nýlega verið í sóttkví, sérstaklega í þessum tilteknu erindagjörðum.

Að sögn Skessuhorns eiga þeir sem alls ekki geta ekið sjálfir að hafa samband við Heilbrigðisstofnun Vesturlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stakk mann í öxlina fyrir utan heimili sitt

Stakk mann í öxlina fyrir utan heimili sitt
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir töluvert um kynferðislegt ofbeldi innan íslenskra fangelsa – „Verra kannski að vera fastur í fangelsi með geranda sínum“

Segir töluvert um kynferðislegt ofbeldi innan íslenskra fangelsa – „Verra kannski að vera fastur í fangelsi með geranda sínum“
Fréttir
Í gær

Keypti Smarties í Fríhöfninni en sá svo hvað það kostaði í Krónunni

Keypti Smarties í Fríhöfninni en sá svo hvað það kostaði í Krónunni
Fréttir
Í gær

Mynd að komast á rannsókn manndrápsmálsins – Hvaða gögn er lögreglan að rannsaka?

Mynd að komast á rannsókn manndrápsmálsins – Hvaða gögn er lögreglan að rannsaka?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldarnir loga enn glatt í Sósíalistaflokknum – Sanna segir að ekki sé hægt að krefjast svara á laugardögum

Eldarnir loga enn glatt í Sósíalistaflokknum – Sanna segir að ekki sé hægt að krefjast svara á laugardögum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur viðurkennir að hafa verið nálægt því að bugast – „Þá er einhver bein ógn“

Dagur viðurkennir að hafa verið nálægt því að bugast – „Þá er einhver bein ógn“