fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fréttir

„Því miður erum við að sjá að fólk er á ferðinni þegar það er veikt“ – „Heimilisofbeldi hefur aukist mjög mikið“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 20. september 2020 14:18

Þórólfur Guðnason. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef við skoðum þessa einstaklinga sem greindust í gær þá voru þeir allir á höfuðborgarsvæðinu nema 5,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag. „Um 260 sýni voru tekin í skimun hjá íslenskri erfðagreiningu og var enginn smitaður af þeim, meðal aldurinn er um 35 ára en aldursbilið frá 2 ára upp í sextugt.“

2 einstaklingar liggja á Landspítalanum en Þórólfur segir að þeir einstaklingar séu ekki alvarlega veikir.Þá eru tæplega 1300 manns í sóttkví. „Það er ánægjulegt að sjá þessa fækkun á jákvæðum sýnum milli daga en við túlkum það með varúð. Það er líka gott að sjá að rakning smitanna gengur vel. Eins er ánægjulegt að sjá hversu margir eru í sóttkví við greiningu.“

Þórólfur segir að það sé áhyggjuefni að við séum að greina fleiri úti á landi en áður. Þó heldur hann að á þessari stundu sé ekki tilefni til hertari aðgerða. „Ég mun hins vegar leggja til þess við ráðherra í dag að krár og skemmtistaðir verði áfram lokaðir. Við þurfum sífellt að hafa þessa hluti í endurmati og endurskoðun því veiran getur blossað upp mjög hratt.“

Þórólfur hvetur fólk til að gæta vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum og halda sig heima ef það er veikt. „Því miður erum við að sjá að fólk er á ferðinni þegar það er veikt,“ segir hann. „Ég vil biðja fólk um að forðast mannmarga staði,“ segir Þórólfur og talar síðan um grímurnar. „Það er ekki verið að mæla með almennri grímunotkun en þó eigi að nota hana þar sem ekki er hægt að viðhalda fjarlægðartakmörkunum og loftræsting er slæm. Það þarf að passa sig að vera að fikta ekki í grímunum. Rétt notkun tryggir árangur,“ segir hann og biður um að boðið verði upp á grímur í framhalds- og háskólum og á listviðburðum.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri tók þá til máls en Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var ekki á fundinum þar sem hann er kominn í sóttkví. Sigríður sagði að heimilisofbeldi væri búið að færast í aukana. „Heimilisofbeldi hefur aukist mjög mikið, það er verið að styrkja viðbrögðin. Góðu fréttirnar eru að fólk er að tilkynna um þetta og leita sér hjálpar,“ sagði Sigríður en hún þakkaði síðan stjórnendum á veitingastöðum fyrir gott samstarf og einnig velferðarþjónustunni fyrir sitt starf.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið
Fréttir
Í gær

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur
Fréttir
Í gær

Margir minnast Ásgeirs – „Hvað segir maður þegar gamall vinur fær skyndilega dauðadóm?“

Margir minnast Ásgeirs – „Hvað segir maður þegar gamall vinur fær skyndilega dauðadóm?“
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ellert B. Schram fallinn frá

Ellert B. Schram fallinn frá