Rosalegar öldugangur var á í Vesturbænum og á Seltjarnarnesinu í gær. Sjórinn skall á sjóvarnargarðinum og tók með sér urð og grjót lengst upp á stíginn. Samkvæmt heimildum DV stendur til að laga sjóvarnargarðinn þar sem hann þykir of flatur auk þess sem hann brýtur ekki ölduna nægilega vel, þannig að hún skellur af of miklum þunga á varnargarðinum. Efnið í viðgerðirnar er meira að segja komið á staðinn svo líklegt er að þetta verði lagað innan tíðar.
Pretty crazy, rocks everywhere, and the sea wall is still taking a complete battering. Weather is nuts today!#Reykjavik #Iceland #Weather #Storm #Ocean pic.twitter.com/AbUZXTPQ72
— Paul // Verone 🐱🐱🐱 (@Verone3784) September 19, 2020
Á ljósmyndum sem ljósmyndari DV tók af svæðinu má sjá miklar skemmdir á malbikinu. Stórt grjót hefur flogið upp á stíginn og brotið og bramlað á leið sinni. „Þarna eru steinar sem eru mörg hundruð kíló að þyngd sem hafa flogið tugi metra upp úr sjónum,“ segir viðmælandi DV sem var á staðnum.