fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Fréttir

Höfuðborgarsvæðið rautt: „Það að fara að leita að einhverjum sökudólgi mun ekki skila okkur neinu“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 19. september 2020 14:22

Þórólfur Guðnason. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það að fara að leita að einhverjum sökudólgi mun ekki skila okkur neinu í baráttunni,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag.

75 ný smit voru greind í gær en jafn mikið magn af smitum á einum degi hefur ekki sést í seinni bylgjunni. „Það sem er jákvætt á þessum tímapunkti er að það er enginn alvarlega veikur,“ sagði Þórólfur en meirihluti smitanna er á meðal yngra fólks sem verður ekki eins veikt. Þó er hætta á að yngra fólk geti smitað eldra fólk. „Það er alveg líklegt að mikil útbreiðsla meðal yngra fólks geti smitað yfir til eldra fólks.“

Þórólfur þakkaði einstaklingum sem héldu sér heima í gær og tók fram að skemmtanalífið í bænum hafi verið lítið í gær. „Við þurfum öll sem einstaklingar að passa okkar einstaklingsbundnu sóttvarnir, það hefur sjaldan verið jafn mikilvægt og núna.“

Þá talaði Þórólfur um grímurnar. „Varðandi grímunotkun þá erum við ekki að hvetja til almennrar notkunar á grímum,“ segir hann en hvetur þó til grímunotkunar þar sem ekki er hægt að halda eins metra fjarlægð.

Þórólfur vill hvetja áfram til verndunar á viðkvæmum hópum, hann vill hvetja fyrirtæki, framhalds- og háskóla til þess að huga vel að sínum sóttvörnum og bjóða upp á fjarvinnu og fjarkennslu þar sem það er mögulegt.

Þórólfur ætlar að bíða með það að skila inn tillögum um hertari aðgerðir til stjórnvalda en hann mun skoða það næsta sólarhringinn. „Þá er ég aðallega að hugsa um að herða fjöldatakmarkanir. Ég held þó að það sem skilar okkur mestum árangri eru einstaklingsbundnar sóttvarnarráðstafanir, ekki boð og bönn stjórnvalda.“

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn tók þá til máls og sagði að búið væri að fjölga í smitrakningarteyminu. „Það liggur við að við þurfum að ræða við yfir 500 manns í dag,“ sagði hann. Víðir sagði að í litakerfinu væri höfuðborgarsvæðið rautt. „Við myndum telja að við erum á rauða litnum á höfuðborgarsvæðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja