fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
Fréttir

Jón Bjarni segir að hægt sé að bjarga rekstri baranna og skemmtistaðanna með einfaldri aðgerð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 18. september 2020 17:39

Dillon. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er búinn að vera að tapa peningum síðan í mars. Það að lokað sé hjá mér þessa helgi skiptir engu máli í heildarsamhenginu, ég er ekki að breyta neinu excel-skjali út af þessari ákvörðun,“ segir Jón Bjarni Steinsson, eigandi Dillon Bars og Chuck Norris Grills við Laugaveg.

Jón Bjarni segist hafa skilning á aðgerðunum, en skemmtistaðir og krár verða lokaðar í fjóra daga vegna covid-smits sem kom upp á Irish Pub við Klapparstíg fyrir skömmu. Jón Bjarni er raunar ekki fyllilega sammála aðgerðunum en hefur skilning á þeim.

„Það voru engir háskólanemar í sleik hjá mér á Dillon um síðustu helgi, hjá mér er meðalaldurinn 45 ára,“ segir Jón Bjarni og bendir á að smitin nýju tengist einnig Háskóla Íslands og spyr hvers vegna ekki sé búið að loka honum. En svo vill hann láta gott heita hvað varðar ummæli sín um þetta tiltekna mál og ítrekar að hann setji sig ekki upp á móti aðgerðunum.

„Í stóra samhenginu skiptir þetta engu máli,“ segir hann en hann spyr hvernig ríkið ætli að koma til móts við skemmtistaði og krár sem hafi orðið fyrir tekjuhruni og orðið að segja upp fólki. Raunar segist hann hafa lausnina við þeim vanda.

„Það skiptir ekki öllu máli hvort er opið til ellefu eða tólf heldur vil ég fá að vita hvort ríkisstjórnin ætli að gera eitthvað fyrir mig. Ég sagði upp öllu starfsfólkinu mínu fyrir síðustu mánaðamót. Það er núna á uppsagnarfresti. Ég ræð fólkið auðvitað aftur ef eitthvað breytist en uppsagnarfresturinn tikkar núna.“

Fellið niður áfengisgjaldið

„Ég er búinn að finna lausnina á vandanum. Ríkisstjórnin felli niður áfengisgjöld tímabundið, á meðan þetta ástand varir, og þannig er hægt að bjarga rekstri alla staðanna. Allir barir og skemmtistaðir á Íslandi eru tæknilega gjaldþrota í dag,“ segir Jón Bjarni og bendir á að leiga og áfengisgjöld séu stærstu kostnaðarliðir staðanna.

„Ríkið getur líklega bjargað þessum iðnaði með því að fella niður áfengisgjöld á meðan þetta ástand varir. Þetta eru ekki háar upphæðir í heildarmyndinni en gætu hugsanlega komið í veg fyrir raðgjaldþrot allra þeirra sem standa í svona rekstri.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mótmæla kílómetragjaldinu harkalega – Skatttekjur af ökutækjum séu í dag tvöfalt hærri en útgjöld til þjóðvega

Mótmæla kílómetragjaldinu harkalega – Skatttekjur af ökutækjum séu í dag tvöfalt hærri en útgjöld til þjóðvega
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sá skrýtið skilti á íslensku salerni – „Hver situr svona á klósettinu?“

Sá skrýtið skilti á íslensku salerni – „Hver situr svona á klósettinu?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Formaðurinn fékk 280.926 krónur á tímann – Aðrir með 187 þúsund á tímann

Formaðurinn fékk 280.926 krónur á tímann – Aðrir með 187 þúsund á tímann
Fréttir
Í gær

Verktakar og birgjar sameinast um stuðning við UMFG

Verktakar og birgjar sameinast um stuðning við UMFG
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hjólar í Sigmar vegna ummæla hans um byrlunarmálið – „Varðhundur Ríkisútvarpsins er gerður út af örkinni“

Stefán Einar hjólar í Sigmar vegna ummæla hans um byrlunarmálið – „Varðhundur Ríkisútvarpsins er gerður út af örkinni“
Fréttir
Í gær

Keypti Smarties í Fríhöfninni en sá svo hvað það kostaði í Krónunni

Keypti Smarties í Fríhöfninni en sá svo hvað það kostaði í Krónunni