Flytja átti fjölskylduna úr landi í morgun en það var ekki gert þar sem fjölskyldan fannst ekki. Enn hefur fjölskyldan ekki fundist. „Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. Fólkið var ekki á fyrirfram ákveðnum stað þar stoðdeild hugðist fylgja þeim úr landi. Ekki er vitað um dvalarstað fólksins,“ sagði í tilkynningu frá lögreglu vegna málsins.
Á Twitter hafa margir sett fram skoðun sína á málinu og má lesa nokkur tíst hér fyrir neðan:
get ekki hætt að hugsa um hvernig fjölskyldunni líður í dag💔
— una stef (@unastef) September 16, 2020
Það er mikilvægt að muna að borgaraleg óhlýðni er lykilþáttur í samfélagslegri framþróun og er ástæðan fyrir því að heimurinn er sífellt að verða að betri stað ❤️
— Tara Margrét V. (@taramv87) September 16, 2020
Merkilegt hvernig ég leit upp til Áslaugar og Katrínar þegar þær voru ađ komast á þing. En á síđustu árum hefur álit mitt á þeim snar falliđ og ég verđ bara reiđ þegar ég heyri minnst á þær.
— Egle sip (@EgleSip) September 16, 2020
Það er eitthvað svo absúrd til þess að hugsa að lítil börn séu í felum fyrir íslenskum stjórnvöldum.
— Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) September 16, 2020
úffff careful what you wish for https://t.co/L5sVdaIhLR
— 🌏🌹 óskar steinn 🌹🌍 (@oskasteinn) September 15, 2020
VG mega reyndar fokka sér líka. Kv. Ein sem kaus VG í síðustu kosningum og mun svo sannarlega ekki gera það aftur. Ekkert nema hrygglausar strengjabrúður.
— Gunn (@gunnhilduraegis) September 16, 2020
Heyrðu já við erum nú meiri fokking skrímslin í samskiptum við alla sem eiga um sárt að binda, ég er orðlaus og dapur og fullur af skömm og viðbjóði yfir því að vera Íslendingur
— stefan.vigfusson@gmail.com (@SVigfusson) September 16, 2020
femínismi sem segir að konur eigi líka að geta grætt á neyð annara, að geta lyft sér upp á kostnað þeirra bágstöddu, er ekki minn femínismi
— Элизабет 🔥 (@jtebasile) September 16, 2020
Hvenær nákvæmlega byrjaði að rigna svona hraustlega upp í nefið á okkur? Við erum afkomendur fólks á flótta. Beinlínis. Okkur ber skylda til að hjálpa fólki í sömu sporum. Af hverju rennur okkur ekki blóðið til skyldunnar?
— Guðmundur Gunnarsson (@gummigunnars) September 16, 2020