fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

MP-5, Glock, AR-15 og fallbyssur – Sjáðu vopnalista Landhelgisgæslunnar í heild sinni

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 16. september 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV óskaði eftir ítarlegum upplýsingum frá Landhelgisgæslunni um vopnalager þeirra, geymslu þeirra og aðbúnað. Listi yfir vopn gæslunnar og notkun þeirra er hér birtur í heild sinni.

Heildarfjöldi vopna gæslunnar er 173 og af þeim eru 75 aflögð, þ.e. þau eru ekki lengur nothæf. Enn fremur hefur Landhelgisgæslan yfir að ráða handjárnum, piparúða og kylfum, að því er fram kemur í svari Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Eins og fram kemur í listanum hafa flest vopnin verið gjafir frá grannþjóðum í gegnum árin – og reyndar aldirnar, því elstu vopnin eru frá 19. öld og hafa því upplifað tvenn aldamót í þjónustu íslenska ríkisins.

Nýlegri vopn gæslunnar voru keypt vegna mannúðar- og friðargæsluverkefna á erlendri grundu. Segir Ásgeir að vopnaburðar hafi þá verið krafist verkefnanna vegna af öryggisástæðum. Dæmi um það er vopnaburður sprengjusveitar gæslunnar er þau sinntu mannúðarverkefnum fyrir íslensku friðargæsluna. Segir í svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn DV að Landhelgisgæslan hafi aldrei þurft að beita þeim. Né heldur hefur gæslan þurft að beita vopnum sínum í verkefnum sínum á vegum FRONTEX, landamærastofnun Evrópusambandsins, á Miðjarðarhafi.

Þá hefur fallbyssum á varðskipunum verið skipt út nýverið. Voru þá fjórar Bofors L 70 40 mm fallbyssur keyptar af Norðmönnum 2017 og komu þær í stað Bofors L60 40mm fallbyssna sem nú stendur til að leggja af.

Verðmæti vopnanna sem Landhelgisgæslan á í dag er lítill enda, eins og sjá má á listanum hér að neðan, eru þau mörg hver komin vel til ára sinna. Þá má sjá að mörg vopnanna voru fengin að gjöf frá nágrannalöndum Íslands. Vopnin eru nú geymd í viðurkenndum skotfærageymslum Landhelgisgæslunnar, þó ekki hafi fengist upp gefið hvar þær geymslur eru. Þó má leiða að því líkum að stór hluti þeirra sé á athafnasvæði þeirra á Keflavíkurflugvelli, um borð í skipum Landhelgisgæslunnar eða á svæði gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli.

Styr oft staðið um vopnakaup Landhelgisgæslunnar

DV greindi frá því í október 2014 að Landhelgisgæslan hafi keypt MP-5 hríðskotabyssur af Norðmönnum, heil 250 stykki. Upp varð fótur og fit hjá lögreglunni og svörin sem fengust við umfjölluninni voru misvísandi. Urðu embættismenn lögreglunnar margsaga um fjölda skotvopnanna, en að lokum kom í ljós að til hafi staðið að Landhelgisgæslan hafi átt að fá 100 stykki og lögreglan 150 og að koma hafi átt byssu í læstan kassa í hverri lögreglubifreið landsins. Landhelgisgæslan bar fyrst um sinn fyrir sig að NATO leynd hvíldi yfir viðskiptunum, og að um gjöf Norðmanna hafi verið að ræða. Seinna kom þó í ljós að leyndin um samninginn hafi verið að kröfu Georgs Lárussonar, og að kaupsamningur væri til staðar. Málið þótti hið neyðarlegasta fyrir Landhelgisgæsluna, innanríkisráðherra og lögregluna. Fór svo að lokum að skotvopnunum var skilað til Noregs.

Aðeins eitt skot á þrem árum

Landhelgisgæslan hefur aðeins einu sinni þurft að beita skotvopni á undanförnum þremur árum. Var þá um að ræða verkefni séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar og Matvælastofnunar. Grindhvalur hafði þá strandað við Seltjarnarnes og fór svo að Landhelgisgæslan batt enda á þjáningar hvalsins að beiðni dýralæknis MAST í kjölf björgunaraðgerða sem báru ekki árangur.

Lista yfir skotvopn má sjá hér að neðan

Heckler & Koch MP5 – 50 stk.

MP5 byssurnar eru að árgerð 1990, og voru fengnar að gjöf frá Norðmönnum 2011.

Glock 17 9mm skammbyssa – 20stk.

Glock skammbyssurnar eru frá árinu 1990, 2006 og 2012, og voru keyptar í gegnum innlent umboð í Reykjavík. Sagði Kjarninn frá því árið 2015 að árið 2012 kostuðu þær Landhelgisgæsluna 103.538 kr. hver með virðisaukaskatti.

 

 

 

 

 

 

 

Bofors L60/L70 40mm fallbyssa. 4 stk. af L60 og 4 stk. af L70.

L60 fallbyssurnar eru síðan 1936 og voru á varðskipum Íslands og fengust að gjöf frá Dönum. L70 fallbyssurnar eru nýrri, eða frá 1960 og voru keyptar af Norðmönnum 2017. L70 vopnin koma í stað L60, sem verða aflagðar, að sögn Landhelgisgæslunnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

MG-3 vélbyssa – 10 stk.

Vélbyssurnar eru frá 1990, og voru fengnar að gjöf frá Norðmönnum 2013. Ári áður en stóra sendingin af MP-5 byssunum kom heim sem Landhelgisgæslan neyddist síðar til þess að skila.

 

 

 

 

 

 

 

AR-15 hálfsjálfvirkar – 6 stk.

Byssurnar eru framleiddar 2017 og voru keyptar vegna mannúðarverkefnis á vegum friðargæslunnar það sama ár.

 

 

 

 

Aflögðu vopnin eru svo sem hér segir:

Steyr Riffill, 7,62mm – 8 stk.

Keyptir af reykvísku skotvopnaumboði árið 1989.

Remington haglabyssur, nr. 12 – 4 stk.

2000 módel, keypt af umboði í Reykjavík á 37.000 kr. hver með virðisaukaskatti.

Smith & Wesson .38 Police Special skammbyssur – 21 stk.

Skammbyssurnar frá Smith og Wesson eru frá árinu 1940 og fengust gefnar frá Bandaríkjamönnum í Marshallaðstoðinni. Þær eru ekki í notkun, en þykja verðmætur safngripur, sér í lagi í ljósi sögunnar.

Enfield riffill .303 caliber – 10 stk.

Enfield rifflarnir eru 110 ára gamlir, eða frá árinu 1910. Landhelgisgæslunni er ekki kunnugt um uppruna þeirra.

G-3 vélbyssa – 20 stk.

Vélbyssurnar eru gamlar, eða frá 1959, en fengust í gjöf frá Dönum árið 2006.

Fallbyssur, 37mm, 47mm og 57mm – Samtals 9 stk.

Fallbyssurnar eru í raun safngripir, enda 37mm fallbyssurnar frá árinu 1898, 47mm frá 1909 og þær 57mm frá 1892. Sex þessara níu fallbyssa hafa því upplifað tvenn aldamót

Browning M2 12,7mm – 3 stk.

Browning vélbyssurnar léku stórt hlutverk í seinni heimsstyrjöld og eru þessar einmitt framleiddar 1939. Þær komu með flugbát sem Landhelgisgæslan var með í rekstri á þeim árum.

3 Pr Hotchkiss fallbyssa, 47mm – 1 stk.

Þessi fallbyssa er frá því 1912, og er nú til sýnis á safni á Ísafirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“