fbpx
Fimmtudagur 20.mars 2025
Fréttir

Bogi fer fram á gjaldþrotaskipti PLAY – „Það er sárt“ segir forstjórinn

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 10. september 2020 14:58

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krafa um gjaldþrotaskipti flugfélagsins Play var lögð fyrir Héraðsdóm Reykjaness í morgun. Arnar Már Magnússon, forstjóri félagsins, greindi frá þessu í samtali við Fréttablaðið.

Krafan var lögð fram af Boga Guðmundssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs félagssins. „Okkur þykir auðvitað leitt að það hafi komið til þess að Bogi hafi ákveðið að fara þessa leið gegn félaginu og okkur fyrrverandi samstarfsfélögum hjá PLAY,“ segir í tilkynningu sem Arnar Már sendi á Fréttablaðið vegna málsins.

„Við unnum náið saman að því að koma PLAY á laggirnar og lögðum mikið undir þegar unnið var myrkranna á milli. Það varð hinsvegar ljóst í aðdraganda þess að nýir hluthafar komu að félaginu að Bogi ætti ekki lengur samleið með PLAY,“ segir Arnar. „Bogi hefur hinsvegar ekki fellt sig við þá staðreynd að hans áform gengu ekki upp. Laun Boga hafa verið gerð upp auk uppsagnarfrests en hann vill meira og krafa þessi er liður í því. Það er því sárt að Bogi skuli reyna að bregða fæti fyrir fyrrum liðsfélaga sína með kröfum sem eru úr lausu lofti gripnar.“

Þá segir einnig í tilkynningunni að endurskoðandi félagsins hafi staðfest rekstrarhæfi félagsins og að félagið geti staðið undir þeim skuldbindingum sem það hefur tekið sér á hendur. „Við óskum þess innilega að Bogi finni sér jákvæðari og sanngjarnari farveg í lífinu. PLAY er komið til að vera. Nú eru 36 starfsmenn hjá félaginu, allt að verða tilbúið fyrir fyrsta flugið. Við bíðum aðeins eftir því að slakað verði á sóttvörnum og að við fáum að þjónusta viðskiptavini okkar á grunni sanngjarnra leikreglna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta er hamingjusamasta þjóð heims – Ísland ofarlega á lista

Þetta er hamingjusamasta þjóð heims – Ísland ofarlega á lista
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Varpar ljósi á það sem hefur gerst á bak við tjöldin – „Litlu framleiðendurnir verða að lækka verð sitt um tugi prósenta”

Varpar ljósi á það sem hefur gerst á bak við tjöldin – „Litlu framleiðendurnir verða að lækka verð sitt um tugi prósenta”
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Maðurinn dó eftir að árásarmennirnir komust yfir fjármuni hans

Gufunesmálið: Maðurinn dó eftir að árásarmennirnir komust yfir fjármuni hans
Fréttir
Í gær

Hneykslast á umræðunni um Höllu: „Það er eins gott að ég varð ekki forseti, Morgunblaðið gæti fengið flog“

Hneykslast á umræðunni um Höllu: „Það er eins gott að ég varð ekki forseti, Morgunblaðið gæti fengið flog“
Fréttir
Í gær

Garpur: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum“

Garpur: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum“
Fréttir
Í gær

Fundu 30 ára uppsafnaðan forhúðarost hjá giftum manni – Óbærileg fýla á læknastofunni

Fundu 30 ára uppsafnaðan forhúðarost hjá giftum manni – Óbærileg fýla á læknastofunni