fbpx
Föstudagur 28.mars 2025
Fréttir

Áslaug skerpir á lögum um vopnaburð lögreglu

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 8. september 2020 17:00

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingum á lögreglulögum þar sem endurskoðun á lögreglulögum eru lögð til ásamt breytingum á hlutverki nefndar um eftirliti lögreglu. Þar er jafnframt ætlunin að lögfesta lögregluráð sem tók til starfa á árinu. Í lögregluráði eiga sæti allir lögreglustjórar á landinu, auk héraðssaksóknara. Ríkislögreglustjóri er formaður ráðsins.

Þá er jafnframt ætlun dómsmálaráðherra að færa lög um valdbeitingu og vopnaburð lögreglu úr vopnalögum og yfir í lögreglulög. Samkvæmt skýrslu um lagabreytinguna sem fylgir með umsagnabeiðninni í samráðsgátt, er með lagabreytingunni „viðkomandi ákvæðum eðli máls samkvæmt fundinn betri staður í lögum.“

Eins og venjan er í samráðsgátt er almenningi boðið að senda inn umsagnar um frumvarpið. Það er hægt að gera hér.

Um vopnaburð lögreglu er í dag raunar lítið fjallað um í íslenskum lögum. Í vopnalögum segir einfaldlega að lögin gilda ekki um vopn sem í eigu eru Landhelgisgæslu, lögreglu, fangelsa, erlendra lögreglumanna eða öryggisvarða undir stjórn lögreglu. „Ráðherra setur um þau sérstakar reglur.“ Það sama er uppi á teningnum í lögreglulögum.

Reglugerð sem tekur á vopnaburði lögreglu gengur undir því þjála nafni „Reglugerð um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna.“ Þar er fjallað um notkun handjárna, bensla, fótajárna, kylfa, gas- og úðavopna, sprengivopna og skotvopna.

Frumvarpið sjálft að lagabreytingunni fylgir ekki með í samráðsgáttinni, en DV hefur sent erindi á dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir afriti af drögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Hvað getum við lært af aðförinni að Ásthildi Lóu?“

„Hvað getum við lært af aðförinni að Ásthildi Lóu?“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Svakalegt myndband frá Bangkok sýnir þegar háhýsi hrundi til grunna

Svakalegt myndband frá Bangkok sýnir þegar háhýsi hrundi til grunna
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gerðu myndband um norræna samvinnu en slepptu einu – Myndband

Gerðu myndband um norræna samvinnu en slepptu einu – Myndband
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Svara fréttastjóra RÚV um það sem hann segir ófrægingarherferð- „Þúsundir gamalla stuðningsmanna RÚV eru á öðru máli“

Svara fréttastjóra RÚV um það sem hann segir ófrægingarherferð- „Þúsundir gamalla stuðningsmanna RÚV eru á öðru máli“