Lögreglan þurfti að bjarga einstaklingi sem hafði fallið í sjóinn við tónlistarhúsið Hörpu um tíu leitið í gærkvöldi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Umræddur einstaklingur var í kjölfarið fluttur á slysadeild, en hann mun hafa verið orðinn nokkuð kaldur eftir veruna í sjónum.
Þá var einnig eitthvað um önnur brot í gær. Þar á meðal var mikið um umferðarlagabrot, til dæmis var einstaklingur með nokkurra daga gamalt ökuskírteini handtekinn fyrir að keyra á 141 kílómetra hraða á 80-götu, sá einstaklingur getur samkvæmt dagbók lögreglunnar átt von á því að missa prófið.
Þá var eitthvað um akstur undir áhrifum vímuefna og einhver dæmi um að fólk keyrði próflaust.