Kona sem var ofurölvi er var handtekin í strætisvagni í nótt grunuð um líkamsárás. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Konan er grunuð um að hafa ráðist á vagnstjóra strætisvagnsins og reynt að slá hann með áfengisflösku. Konan var vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Þá kemur fram að brot á reglum um fjöldasamkomu hafi átt sér stað. Um það bil 100 manns hafi verið inni á veitingastað á Granda og þar hafi verið þétt setið. Fram kemur að um afmælisveislu hafi verið að ræða.
Þá var einnig mikið um umferðarlagabrot og eitthvað um fíkniefnalagabrot.