fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Securitas tekur yfir öryggismál Kópavogsbæjar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 4. september 2020 12:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kópavogsbær og Securitas hafa gert með sér samning til næstu fjögurra ára  sem felur í sér að Securitas tekur yfir öryggismál bæjarins. Á tímabilinu sér Securitas meðal annars um vöktun öryggiskerfa og þjónustu og úttektir á kerfum í byggingum bæjarfélagsins.  Kópavogur er með yfir 100 byggingar í rekstri og er allri vinnu við tengingu öryggiskerfa Securitas í þeim er lokið. Samningurinn felur einnig í sér að lögð er frekari áhersla á staðsetningu eftirlitsbíla í bænum.

„Við erum með 12 eftirlits- og viðbragðsbíla mannaða hverju sinni á víð og dreif um stórhöfuðborgarsvæðið en alls eru bílarnir 18 á landsvísu. Það er vel þjálfuð vakt í þeim allan sólarhringinn, alla daga ársins og viðbragðsafl sem þetta á sér ekki hliðstæðu hjá öðrum öryggisfyrirtækjum á landinu,“ segur Fannar Örn Þorbjörnsson framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs hjá Securitas.

Möguleiki er á að framlengja samningnum að fjórum árum liðnum en hann var gerður í kjölfar útboðs sem unnið var fyrir Kópavogsbæ. Samningurinn tekur meðal annars til skóla, sundlauga, menningarhúsa og annarra stofnana í eigu og rekstri bæjarins.

„Starfsemi Kópavogsbæjar er af mjög fjölbreyttum toga og húsnæði stofnana af ýmsum stærðum og gerðum. Markmiðið með samningnum við Securitas er að auka öryggi og tryggja reglubundið eftirlit með eignum bæjarins sem er hagsmunamál allra íbúa,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Eldgos hafið – Sprungan komin í gegnum varnargarðinn við Grindavík

Eldgos hafið – Sprungan komin í gegnum varnargarðinn við Grindavík