Í kvöldfréttum RÚV var greint frá því að sex fyrrverandi og núverandi starfsmenn Samherja væru með réttarstöðu sakbornings í Samherjamálinu svokallaða.
Það eru þau: Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri félagsins, Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur, Arna Bryndís Baldvins McClure, lögfræðingur Samherja, Egill Helgi Árnason, framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, og Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu.
Rannsókn Héraðssaksóknara varða meint brot mútur og peningaþvætti, auk fleiri brota, sem tengjast starfsemi Samherja í Namibíu.