fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Samgöngustofa tjáir sig um dularfullu auglýsingarnar

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 3. september 2020 14:15

Skjáskot úr auglýsingu Samgöngustofu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsingar Samgöngustofu hafa vakið mikla athygli og umtal seinustu daga. Þær hafa til að mynda verið áberandi á netmiðlum og í sjónvarpi. Margir hafa velt fyrir sér hvað auglýsingin sé í raun að auglýsa, en mikið dulúð hefur vakið yfir herferðinni. Seinasta mánudag greindi DV frá því auglýsingin kæmi frá Samgöngustofu, í þeim tilgangi að koma lyfjum og vímuefnum úr umferðinni.

Í fréttatilkynningu frá Samgöngustofu er þetta staðfest, þar segir að herferðinn sé unnin af Tjarnargötunni:

„Þegar fólk heyrir talað um akstur undir áhrifum ávana- og vímuefna hugsar það yfirleitt um ólögleg fíkniefni en gleymir því að ýmis lyfseðilsskyld lyf geta valdið alvarlegri skerðingu á hæfni til aksturs.

Samgöngustofa hefur hrint af stað átakinu „Tökum lyf og vímuefni úr umferð(inni)” en því er ætlað að vekja fólk til vitundar um ábyrgð okkar allra og þá miklu hættu sem stafar af akstri undir áhrifum lyfja og vímuefna. Herferðin er unnin af Tjarnargötunni með ráðgjöf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Merki átaksins er rauður þríhyrningur og hefur það undanfarna daga birst á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum, en þríhyrningurinn vísar til þess að lyf sem skert geta hæfni til aksturs eru mörg hver merkt honum.“

Auk þess kemur fram í fréttatilkynningunni að 83% fleiri hafi verið teknir fyrstu 7 mánuði þessa árs á höfuðborgarsvæðinu fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna en áfengis. Þar að auki hafi 92 einstaklingar slasast í umferðinni árið 2018 sökum aksturs undir áhrifum lyfja og vímuefna. Og að slysum af völdum aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna fækkaði árið 2019 borið saman við árið á undan og er það rakið til aukins eftirlits og afskipta lögreglu.

Hér að neðan má sjá umræddar auglýsingar:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina