fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Lögreglan varar við sérstakri tegund af svikahröppum

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 3. september 2020 15:50

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist vera með nokkur fjársvikamál til rannsóknar, sem öll séu af svipuðum toga. Frá þessu er greint á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

„Um er að ræða fjársvik á netinu þar sem fólk hefur í góðri trú keypt síma og tölvur á sölusíðum, en seljandinn, sem segist búa utan höfuðborgarsvæðisins, lofar að senda varninginn í pósti um leið og greiðslan berst. Því miður er um fjársvik að ræða, en engir símar eða tölvur hafa borist kaupendum, en seljandinn hefur engu að síður sent þeim kvittun fyrir greiðslunni, sem er einfaldlega fölsuð!“

Þá segist lögreglan vara við svikahröppum og biðlar til fólks að fara varlega í viðskiptum sínum. Fram kemur að gjarnan þurfi fólk að vara sig ef að óskað er eftir greiðslu áður enn maður viti í raun að varan sé til.

„Lögreglan varar við þess konar svikahröppum, sem og öðrum svikahröppum, og hvetur fólk til að gæta að sér í viðskiptum á netinu sem og annars staðar. Þetta á ekki síst við í þeim tilvikum þar sem óskað er eftir fyrirfram greiðslu inn á reikninga, en þá hefur kaupandinn oft ekkert í höndunum sem tryggir að hann fái umrædda vöru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina