Þórhallur Guðmundsson miðill hefur fengið áfrýjunarleyfi til Hæstarréttar en hann var dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Landsrétti í sumar fyrir kynferðisbrot gegn tvítugum manni. Brotin áttu sér stað árið 2010.
RÚV greinir frá.
Í málskotsbeiðni Þórhalls kemur fram það sjónarmið að brot hans hafi ekki verið refsivert þegar atvikið átti sér stað þar sem refsiákvæði um skort á samþykki hafi ekki verið til staðar þegar brotið var framið.
Þórhallur hefur líka starfað sem nuddari og brotið átti sér stað við nuddmeðferð en maðurinn lá á nuddbekk hans er hann fróaði honum. Þórhallur hlaut 18 mánaða fangelsisdóm fyrir brotið og var dæmdur til að greiða manninum 800 þúsund krónur í miskabætur.