Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögur fjölmiðlanefndar um stuðning við rekstur einkarekna fjölmiðla vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Alþingi hafði samþykkt að verja 400 milljónum til fjölmiðlastyrksins og féll það í hlut ráðherra að skipta þeim peningum á milli fjölmiðla. Við þá ákvörðun bar að líta til tryggingagjalds vegna launagreiðslna til fréttamanna, myndatökumanna, ljósmyndara og ritstjóra á árinu 2019. Enn fremur bara að líta til útgáfutíðni miðlanna, fjölbreytileika og beinum verktakagreiðslna.
Auglýst var eftir styrkjum 10. júlí og rann umsóknarfrestur út 7. ágúst. Alls báru 26 umsóknir um sérstakan rekstrarstuðning. Þremur umsóknum var hafnað. Það voru umsóknir Frjálsar fjölmiðlunar, Eiðfaxa og Úr vör. Þær 23 umsóknir sem uppfylltu skilyrði reglugerðarinnar og styrkupphæð er listuð hér að neðan.