Nokkur viðbúnaður var við Kópavogshöfn í morgun eftir að vegfarandi tilkynnti um torkennilegan hlut á floti í sjónum.
Lögregla mætti á svæðið og voru kafarar á vegum embættis ríkislögreglustjóra kallaðir út til að aðstoða við að færa torkennilega hlutinn á land.
Hluturinn reyndist síðan vera stór poki sem innihélt rusl. Ekki kom fram í tilkynningu frá lögreglu hver afdrif pokans urðu en DV telur líklegt að honum hafi verið sleppt að lokinni skýrslutöku.